Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2011 14:12 Hörður með 7 punda urriða úr Skeifunni Við fengum þessa frétt senda frá Herði Heiðar Guðbjörnssyni sem var staddur í Veiðivötnum. "Við félagarnir vorum að veiðum í Veiðivötnum á dögunum og veiddist bara ágætlega þrátt fyrir að lenda í leiðindar veðri í tvo hálfa daga. Þrátt fyrir það er fiskurinn enn til staðar í vatninu þannig að það er um að gera að láta sig hafa það að reyna. Þessi fiskur sem hér er með á mynd var tekinn í Skeifunni, en hann vóg tæp 7 pund. Flestir þeir fiskar sem veiddust hjá okkur voru almennt nokkuð vænir, eða margir 3-4 pund sem er hinn besti matfiskur. Undirritaður var þarna líka fyrir 10 dögum síðan en þá var meiri tregða í veiðinni, þannig að við vonum að þetta sé allt á réttri leið eða við vonum það a.m.k." Veiðin er klárlega að taka smá kipp í Veiðivötnum eftir tregðu undanfarnar vikur. Minnum ykkur á að senda okkur ykkar veiðifréttir og veiðimyndir á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Við fengum þessa frétt senda frá Herði Heiðar Guðbjörnssyni sem var staddur í Veiðivötnum. "Við félagarnir vorum að veiðum í Veiðivötnum á dögunum og veiddist bara ágætlega þrátt fyrir að lenda í leiðindar veðri í tvo hálfa daga. Þrátt fyrir það er fiskurinn enn til staðar í vatninu þannig að það er um að gera að láta sig hafa það að reyna. Þessi fiskur sem hér er með á mynd var tekinn í Skeifunni, en hann vóg tæp 7 pund. Flestir þeir fiskar sem veiddust hjá okkur voru almennt nokkuð vænir, eða margir 3-4 pund sem er hinn besti matfiskur. Undirritaður var þarna líka fyrir 10 dögum síðan en þá var meiri tregða í veiðinni, þannig að við vonum að þetta sé allt á réttri leið eða við vonum það a.m.k." Veiðin er klárlega að taka smá kipp í Veiðivötnum eftir tregðu undanfarnar vikur. Minnum ykkur á að senda okkur ykkar veiðifréttir og veiðimyndir á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði