Við tókum kvótann sem er tveir laxar á rétt 5 mínútum við Kerlingaflúðir. Tvö rennsli, fjórir maðkar og málið var dautt. Þá var maðkagræjunum pakkað saman og flugugræjurnar gerðar klárar. Á svæðinu frá Teljarastreng sáum við laxa á öllum stöðum en sérstaklega mikið af laxi var í Hleinatagli og í öllum holum upp að göngubrúnni fyrir neðan Rafstöðvarheimilið. Þar fyrir ofan voru laxar í Helluvaði, Seiðkatli, Selfossi og allsstaðar þarna á milli voru laxar á milli steina.

Það voru laxar í Langhyl, Heyvaði, Mjóddunum, Kistunum, Sporðhyljunum svo eitthvað sé nefnt. Eini staðurinn sem við sáum ekki lax á fyrir ofan Hraun var Símastrengur. Borgarstjórafoss var líka fullur af laxi en erfitt við hann að eiga þar sem liggur því nú má ekki renna maðki í hann.
Hitchið var mikið notað og tókum við tvo laxa úr Stórhyl á hitch og settum í nokkra aðra víðar um ánna sem héngu ekki á. Þið sem eigið daga framundan í ánni eigið eftir að skemmta ykkur konunglega, það er nóg af laxi og áin í góðu vatni.