Síðasta vika sú besta í sumar Frétt af Vötn og Veiði skrifar 22. júlí 2011 10:03 Mynd af www.votnogveidi.is Það er svo sannarlega líf í tuskunum víða eftir stóra strauminn um síðustu helgi. Góðar göngur hafa verið víða og ekkert lát á líkt og féelagi okkar einn varð vitni að við Borgarfjarðarbrúna síðustu nótt. Okkar maður var að kasta fyrir silung á Seleyri þar sem oft er margt um manninn að veiða sjógöngusilung án endurgjalds. Honum sagðist svo frá að um miðnætti síðast liðna nótt hefði allt dottið í dúnalogn og þá hefði verið sjón að sjá sjóinn, hann hefði kraumað af laxi sem var á hraðferð fram hjá og áleiðis upp í vatnakerfið. Hann var síðan aftur á ferðinni snemma í morgun og var allt við það sama, viðstöðulausar göngur fram hjá og undir brú og uppúr. Seleyrarmenn setja sjalda í lax, en félagi okkar landaði nokkrum ágætum bleikjum. Hann sagði samt, að sjá torfurnar æða fram hjá hefði verið toppurinn á veiðitúrnum. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3942 Stangveiði Mest lesið Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði
Það er svo sannarlega líf í tuskunum víða eftir stóra strauminn um síðustu helgi. Góðar göngur hafa verið víða og ekkert lát á líkt og féelagi okkar einn varð vitni að við Borgarfjarðarbrúna síðustu nótt. Okkar maður var að kasta fyrir silung á Seleyri þar sem oft er margt um manninn að veiða sjógöngusilung án endurgjalds. Honum sagðist svo frá að um miðnætti síðast liðna nótt hefði allt dottið í dúnalogn og þá hefði verið sjón að sjá sjóinn, hann hefði kraumað af laxi sem var á hraðferð fram hjá og áleiðis upp í vatnakerfið. Hann var síðan aftur á ferðinni snemma í morgun og var allt við það sama, viðstöðulausar göngur fram hjá og undir brú og uppúr. Seleyrarmenn setja sjalda í lax, en félagi okkar landaði nokkrum ágætum bleikjum. Hann sagði samt, að sjá torfurnar æða fram hjá hefði verið toppurinn á veiðitúrnum. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3942
Stangveiði Mest lesið Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði