50 laxar á land í Ytri Rangá á morgunvaktinni í gær Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2011 16:00 Það var mikill fiskur í Ægissíðufossi í morgun Mynd af www.lax-a.is Ytri Rangá er heldur betur að taka við sér. Við sögðum frá því í gær að þriðjudagurinn hafi verið besti dagurinn í sumar hingað til með 48 laxa. Miðvikudagurinn var svipaður með 45 laxa og 30 af þeim á morgunvaktinni. En morgunvaktin í dag, fimmtudag, kom með enn eina sprengjuna, 50 laxar á land og tæpur helmingur í Ægisíðufossi seinnihluta vaktarinnar. Staurinn, Rangárflúðir, Klöppin og Borgin hafa einnig verið að gefa vel síðustu daga. Það verður gaman að fylgjast með vaktinni í kvöld og hvernig bestidagur sumarsins hingað til endar. Rangárnar virðast hér með komnar á fullt og ef miðað er við magn af fiski sem kemur í ánna þegar göngurnar loksins hefjast þá er veisla framundan við bakkana þar eystra næstu vikurnar. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði
Ytri Rangá er heldur betur að taka við sér. Við sögðum frá því í gær að þriðjudagurinn hafi verið besti dagurinn í sumar hingað til með 48 laxa. Miðvikudagurinn var svipaður með 45 laxa og 30 af þeim á morgunvaktinni. En morgunvaktin í dag, fimmtudag, kom með enn eina sprengjuna, 50 laxar á land og tæpur helmingur í Ægisíðufossi seinnihluta vaktarinnar. Staurinn, Rangárflúðir, Klöppin og Borgin hafa einnig verið að gefa vel síðustu daga. Það verður gaman að fylgjast með vaktinni í kvöld og hvernig bestidagur sumarsins hingað til endar. Rangárnar virðast hér með komnar á fullt og ef miðað er við magn af fiski sem kemur í ánna þegar göngurnar loksins hefjast þá er veisla framundan við bakkana þar eystra næstu vikurnar. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði