Veiðin að glæðast í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 7. ágúst 2011 17:27 Mynd af www.svfr.is Veiðin í Varmá-Þorleifslæk er farin að glæðast, yfir 20 sjóbirtingar hafa verið skráðir í veiðibók undanfarið ásamt fjórum löxum. Veiðimenn sem hafa verið að veiða síðustu daga hafa m.a. orðið varir við mikið af fiski stökkvandi í Reykjafossi. Veiðimálastofnun hefur tekið saman upplýsingar sem byggja á gögnum úr fiskiteljaranum og þar kemur fram að um 400 fiskar stærri en 40 cm hafi gengið um teljarann. Í samantektinni frá þeim segir meðal annars: Fyrstu göngur sem eitthvað kvað að voru 27. júlí en árið áður komu fyrstu göngur 11. júlí. Dagana 27. og 28. júlí gengu upp 215 fiskar. Samkvæmt teljara var megnið af þessum fiskum yfir 60 cm langir og sá stærsti yfir 80 cm. Líkt og áður þá örvuðust göngur í kjölfar rigningar og aukins rennslis. Það eru því örugglega spennandi dagar framundan í Varmá og rétt að benda á lausa daga í vefsölunni hjá SVFR. Stangveiði Mest lesið Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Ágæt veiði í Svarfaðadalsá Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Langskeggur er málið Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði
Veiðin í Varmá-Þorleifslæk er farin að glæðast, yfir 20 sjóbirtingar hafa verið skráðir í veiðibók undanfarið ásamt fjórum löxum. Veiðimenn sem hafa verið að veiða síðustu daga hafa m.a. orðið varir við mikið af fiski stökkvandi í Reykjafossi. Veiðimálastofnun hefur tekið saman upplýsingar sem byggja á gögnum úr fiskiteljaranum og þar kemur fram að um 400 fiskar stærri en 40 cm hafi gengið um teljarann. Í samantektinni frá þeim segir meðal annars: Fyrstu göngur sem eitthvað kvað að voru 27. júlí en árið áður komu fyrstu göngur 11. júlí. Dagana 27. og 28. júlí gengu upp 215 fiskar. Samkvæmt teljara var megnið af þessum fiskum yfir 60 cm langir og sá stærsti yfir 80 cm. Líkt og áður þá örvuðust göngur í kjölfar rigningar og aukins rennslis. Það eru því örugglega spennandi dagar framundan í Varmá og rétt að benda á lausa daga í vefsölunni hjá SVFR.
Stangveiði Mest lesið Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Ágæt veiði í Svarfaðadalsá Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Langskeggur er málið Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði