Íslenski boltinn

U17 ára landsliðin leika um gull og brons á Norðurlandamótinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í markinu í sigrinum á Englandi í dag.
Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í markinu í sigrinum á Englandi í dag. Mynd/www.kr.is
Ísland1 leikur til úrslita á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem stendur yfir á Norðurlandi. Liðið lagði kollega sína frá Englandi á Dalvík í dag með tveimur mörkum gegn einu.

Ísland teflir fram tveimur liðum á mótinu sem leika í sitthvorum riðlinum. Sigurinn á Englandi tryggði efsta sætið í A-riðli og úrslitaleik gegn Dönum á Þórsvelli á sunnudag.

Þórður Jón Jóhannesson úr Haukum og Stefán Þór Pálsson úr ÍR skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Ísland2 tapaði gegn Dönum 2-0 í B-riðli á Húsavík í dag. Liðið leikur um bronsverðlaun á sunnudag. Andstæðingurinn verður Noregur og fer leikurinn einnig fram á Þórsvelli.

Öll úrslit og staða í A-riðli mótsins hér og B-riðli mótsins hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×