Góð skot á Tannastaðatanga Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2011 16:24 Hörður Skarphéðinsson að landa laxi á Tannastaðatanga Mynd: Sindri Már Pálsson Vænir laxar af TannastaðatangaMynd: Sindri Már Pálsson Það er víðar en í stóru ánum sem menn setja í laxa þessa dagana. Sindri Már Pálsson gerði ágætis túr í Sogið, nánar tiltekið á Tannastaðatanga, um daginn þegar hann og afi hans lönduðu tveimur flottum löxum og misstu einhverja. Núna þegar Sogið er aðeins seinna í gang en í venjulegu ári eru menn í góðri laxavon á þessu svæði og þeir sem lenda í göngum geta gert góða veiði. Það góða við þetta svæði er að það er frekar auðveitt enda ekki um marga eiginlega veiðistaði að ræða. Veiðisvæðið er þar sem Sogið rennur út í Hvítá og liggur laxinn gjarnan í skilunum og oft er hann að ganga alveg uppí harða landi. Það hafa margir gert þau mistök þarna að byrja á því að vaða út í ánna í stað þess að byrja að veiða næst landi og vinna sig þannig út. Þetta er í raun ágætis regla alveg sama hvar þú ert að veiða. Veiða fyrst þá laxa sem liggja við bakkann, síðan hina. Stangveiði Mest lesið Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði
Vænir laxar af TannastaðatangaMynd: Sindri Már Pálsson Það er víðar en í stóru ánum sem menn setja í laxa þessa dagana. Sindri Már Pálsson gerði ágætis túr í Sogið, nánar tiltekið á Tannastaðatanga, um daginn þegar hann og afi hans lönduðu tveimur flottum löxum og misstu einhverja. Núna þegar Sogið er aðeins seinna í gang en í venjulegu ári eru menn í góðri laxavon á þessu svæði og þeir sem lenda í göngum geta gert góða veiði. Það góða við þetta svæði er að það er frekar auðveitt enda ekki um marga eiginlega veiðistaði að ræða. Veiðisvæðið er þar sem Sogið rennur út í Hvítá og liggur laxinn gjarnan í skilunum og oft er hann að ganga alveg uppí harða landi. Það hafa margir gert þau mistök þarna að byrja á því að vaða út í ánna í stað þess að byrja að veiða næst landi og vinna sig þannig út. Þetta er í raun ágætis regla alveg sama hvar þú ert að veiða. Veiða fyrst þá laxa sem liggja við bakkann, síðan hina.
Stangveiði Mest lesið Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði