Nökkvi: Ég kom sjálfum mér eiginlega á óvart Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2011 21:00 Nökkvi Gunnarsson hélt upp á 35 ára afmælið sitt með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag. Hann tryggði sér sigurinn með því að vinna Inga Rúnar Gíslason í bráðabana. „Þetta var rosalegt skemmtilegt og það er ekki verra að eiga afmæli á svona degi. Ég fékk smá afmælisgjöf í höggleiknum í morgun þegar bolti sem átti að fara út stoppaði inni. Þetta var rosalega gaman og ég kom sjálfum mér eiginlega á óvart," sagði Nökkvi Gunnarsson. „Það voru vippin sem voru að skila þessu hjá mér því ég átti nokkur rosalega góð vipp inn að stöng. Höggið í síðasta bráðabananum er dæmi um það því það var mjög gott högg," sagði Nökkvi en hann þurfti að fara í gegnum bráðabana á síðustu tveimur holunum. „Maður titrar allur og skelfur en reynir bara að anda djúpt og reyna að anda stressið frá sér. Það er galdurinn," sagði Nökkvi sem var ánægður með klúbbfélaga sína í Nesklúbbnum sem studdu vel við bakið á honum. „Það var rosalega skemmtilegt að fá svona góðan stuðning og svo var bara sunginn afmælissöngurinn í lokin," sagði Nökkvi en það má sjá allt viðtalið með því smella hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Nökkvi Gunnarsson hélt upp á 35 ára afmælið sitt með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag. Hann tryggði sér sigurinn með því að vinna Inga Rúnar Gíslason í bráðabana. „Þetta var rosalegt skemmtilegt og það er ekki verra að eiga afmæli á svona degi. Ég fékk smá afmælisgjöf í höggleiknum í morgun þegar bolti sem átti að fara út stoppaði inni. Þetta var rosalega gaman og ég kom sjálfum mér eiginlega á óvart," sagði Nökkvi Gunnarsson. „Það voru vippin sem voru að skila þessu hjá mér því ég átti nokkur rosalega góð vipp inn að stöng. Höggið í síðasta bráðabananum er dæmi um það því það var mjög gott högg," sagði Nökkvi en hann þurfti að fara í gegnum bráðabana á síðustu tveimur holunum. „Maður titrar allur og skelfur en reynir bara að anda djúpt og reyna að anda stressið frá sér. Það er galdurinn," sagði Nökkvi sem var ánægður með klúbbfélaga sína í Nesklúbbnum sem studdu vel við bakið á honum. „Það var rosalega skemmtilegt að fá svona góðan stuðning og svo var bara sunginn afmælissöngurinn í lokin," sagði Nökkvi en það má sjá allt viðtalið með því smella hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira