Ólafur komst ekki í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. ágúst 2011 20:26 Ólafur Björn Loftsson. Mynd/GVA Ólafur Björn Loftsson er úr leik á Wyndham PGA-mótinu í Bandaríkjunum en hann var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafur lék á pari vallarins í dag en honum gekk mjög vel lengst af. Hann var langoftast að skila sér inn á flöt í tilsettum höggum en þurfti þó yfirleitt að tvípútta. Fékk hann því par á sextán af átján holum dagsins. Fuglinn kom á fimmtu holu, rétt eins og í gær, en honum gekk ekki eins vel á síðari níu og á fyrsta keppnisdeginum. Þá fékk hann þrjá fugla og einn skolla en í dag paraði hann allar og fékk þar að auki skolla á fjórtándu holu. Hefði Ólafur Björn haldið sér á einu höggi undir pari í dag hefði hann komist í gegnum niðurskurðinn og er því niðurstaðan afar svekkjandi fyrir okkar mann. Hann lék á samtals 138 höggum en þeir sem léku á 137 höggum eða færri komast áfram. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir á móti í PGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Ólafur Björn er enn áhugamaður en hann stefnir á að gerast atvinnumaður eftir að hann útskrifast úr skóla í Bandaríkjunum í vor. Var þetta því vonandi hans fyrsta af mörgum PGA-mótum en hann fékk talsverða athygli í sjónvarpsútsendingu Bandaríkjanna frá mótinu. Heimamaðurinn Tommy Gainey er efstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á samtals tólf höggum undir pari. Golf Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson er úr leik á Wyndham PGA-mótinu í Bandaríkjunum en hann var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafur lék á pari vallarins í dag en honum gekk mjög vel lengst af. Hann var langoftast að skila sér inn á flöt í tilsettum höggum en þurfti þó yfirleitt að tvípútta. Fékk hann því par á sextán af átján holum dagsins. Fuglinn kom á fimmtu holu, rétt eins og í gær, en honum gekk ekki eins vel á síðari níu og á fyrsta keppnisdeginum. Þá fékk hann þrjá fugla og einn skolla en í dag paraði hann allar og fékk þar að auki skolla á fjórtándu holu. Hefði Ólafur Björn haldið sér á einu höggi undir pari í dag hefði hann komist í gegnum niðurskurðinn og er því niðurstaðan afar svekkjandi fyrir okkar mann. Hann lék á samtals 138 höggum en þeir sem léku á 137 höggum eða færri komast áfram. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir á móti í PGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Ólafur Björn er enn áhugamaður en hann stefnir á að gerast atvinnumaður eftir að hann útskrifast úr skóla í Bandaríkjunum í vor. Var þetta því vonandi hans fyrsta af mörgum PGA-mótum en hann fékk talsverða athygli í sjónvarpsútsendingu Bandaríkjanna frá mótinu. Heimamaðurinn Tommy Gainey er efstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á samtals tólf höggum undir pari.
Golf Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira