Ólafur Björn: Er fullur sjálfstrausts Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. ágúst 2011 20:02 Ólafur Björn Loftsson, kylfingur. Nordic Photos / Getty Images Ólafur Björn Loftsson, sem nú keppir á Wyndham-mótinu á bandarísku atvinnumannaröðinni, var ánægður að loknum fyrsta keppnisdeginum. Ólafur Björn lék á tveimur höggum undir pari eftir að hafa fengið skramba á fyrstu holu. Hann var fljótur að jafna sig á því og fékk þrjá fugla á næstu fimm holum. Hann er sem stendur í 32.-57. sæti af rúmlega 150 kylfingum og því í góðri stöðu fyrir niðurskurðinn á morgun. Þá hefur hann leik klukkan 17.50 að íslenskum tíma. „Ég hef engu að tapa í þessu móti og spilaði grimmt. Ég notaði driver á öllum holum nema einni og hitti allar brautir nema tvær." „Svo var sjálfstraustið gott hjá mér, ég var að koma mér í mörg fuglafæri og náði að setja niður nokkur góð pútt. Það vantaði reyndar aðeins upp á það á seinni níu en ég var samt að koma mér í góða sénsa." „Þetta hefði alveg getað verið enn betri hringur hjá mér í dag og er ég því fullur sjálfstrausts fyrir morgundaginn." Nánar er rætt við Ólaf Björn í Fréttablaðinu á morgun. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, sem nú keppir á Wyndham-mótinu á bandarísku atvinnumannaröðinni, var ánægður að loknum fyrsta keppnisdeginum. Ólafur Björn lék á tveimur höggum undir pari eftir að hafa fengið skramba á fyrstu holu. Hann var fljótur að jafna sig á því og fékk þrjá fugla á næstu fimm holum. Hann er sem stendur í 32.-57. sæti af rúmlega 150 kylfingum og því í góðri stöðu fyrir niðurskurðinn á morgun. Þá hefur hann leik klukkan 17.50 að íslenskum tíma. „Ég hef engu að tapa í þessu móti og spilaði grimmt. Ég notaði driver á öllum holum nema einni og hitti allar brautir nema tvær." „Svo var sjálfstraustið gott hjá mér, ég var að koma mér í mörg fuglafæri og náði að setja niður nokkur góð pútt. Það vantaði reyndar aðeins upp á það á seinni níu en ég var samt að koma mér í góða sénsa." „Þetta hefði alveg getað verið enn betri hringur hjá mér í dag og er ég því fullur sjálfstrausts fyrir morgundaginn." Nánar er rætt við Ólaf Björn í Fréttablaðinu á morgun.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira