Tískuviðburður í Kronkron á Menningarnótt 17. ágúst 2011 13:00 Eitt ljósmyndaverkanna eftir Hildi Yeoman og Sögu Sigurðardóttir sem verður til sýnis. Á menningarnótt verður uppi heljarinnar húllumhæ í versluninni Kronkron við Laugaveg. Aðdáendur Kron by Kronkron gleðjast eflaust yfir því að ný vetrarlína merkisins verður komin í hús en einnig ætlar Hildur Yeoman fatahönnuður að sýna nýja fylgihlutalínu sína, Cherry Bomb Collection. Um kvöldið má síðan búast við því að tískuóðir bíði spenntir eftir því þegar dregið verður í happdrætti þar sem vinningarnir eru bæði frá Kron by Kronkron og Hildi Yeoman. Hildur sýnir einnig ljósmyndaverk sem unnin voru af henni og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara í tengslum við Cherry Bomb línuna. Hún ætlar síðan að taka gluggann á versluninni í gegn og leiða saman Kron by kronkron og hönnun sína á skemmtilegan hátt. Gleðin stendur yfir allan daginn og langt fram á kvöld, frá klukkan 10 til 22.30, og eru allir velkomnir. Um kvöldið verður jafnframt lifandi tónlist, en jassgeggjararnir í Tríó Bók munu gleðja gesti og gangandi. Skóverslunin Kron að Laugavegi 48 mun einnig skarta sínu fegursta á menningarnótt. Listakonurnar Guðrún Tara Sveinsdóttir og Elizabeth Sonenberg, búsett í New York, sýna verk í glugganum og því verður ásýnd verslunarinnar með óhefðbundnu móti þennan dag. Ljósmyndir eftir Sögu Sigurðardóttur af Kron by Kronkron munu prýða veggina og verður tekið vel á móti gestum og gangandi sem mæta í miðbæinn til að njóta Menningarnætur. Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Á menningarnótt verður uppi heljarinnar húllumhæ í versluninni Kronkron við Laugaveg. Aðdáendur Kron by Kronkron gleðjast eflaust yfir því að ný vetrarlína merkisins verður komin í hús en einnig ætlar Hildur Yeoman fatahönnuður að sýna nýja fylgihlutalínu sína, Cherry Bomb Collection. Um kvöldið má síðan búast við því að tískuóðir bíði spenntir eftir því þegar dregið verður í happdrætti þar sem vinningarnir eru bæði frá Kron by Kronkron og Hildi Yeoman. Hildur sýnir einnig ljósmyndaverk sem unnin voru af henni og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara í tengslum við Cherry Bomb línuna. Hún ætlar síðan að taka gluggann á versluninni í gegn og leiða saman Kron by kronkron og hönnun sína á skemmtilegan hátt. Gleðin stendur yfir allan daginn og langt fram á kvöld, frá klukkan 10 til 22.30, og eru allir velkomnir. Um kvöldið verður jafnframt lifandi tónlist, en jassgeggjararnir í Tríó Bók munu gleðja gesti og gangandi. Skóverslunin Kron að Laugavegi 48 mun einnig skarta sínu fegursta á menningarnótt. Listakonurnar Guðrún Tara Sveinsdóttir og Elizabeth Sonenberg, búsett í New York, sýna verk í glugganum og því verður ásýnd verslunarinnar með óhefðbundnu móti þennan dag. Ljósmyndir eftir Sögu Sigurðardóttur af Kron by Kronkron munu prýða veggina og verður tekið vel á móti gestum og gangandi sem mæta í miðbæinn til að njóta Menningarnætur.
Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira