Útlitið gott fyrir Bandaríkjamenn - Óþekkt nöfn berjast um sigurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2011 06:00 Brendan Steele hefur farið á kostum á fyrstu 54 holunum. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann meðhöndlar pressuna í dag. Bandaríkjamennirnir Brendan Steele og Jason Dufner eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi á Johns Creek golfvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum. Mótinu lýkur í dag. Steele og Dufner eru báðir á sjö höggum undir pari. Hinn 25 ára gamli Steele, sem leikur á sínu fyrsta stórmóti, spilaði hringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Dufner spilaði á tveimur undir pari og fylgdi eftir frábærum hring á föstudaginn þegar hann var á fimm undir pari. Bandaríkjamenn skipa fimm efstu sætin fyrir lokahringinn. Keegan Bradley er þriðji á sex undir, Scott Verplank á fimm undir og Steve Stricker á fjórum undir. Tiltölulega óþekkt nöfn en en Bandaríkjamönnum er sama svo framarlega sem landi þeirra vinni sigur. Bandaríkjamaður hefur ekki borið sigur úr bítum á stórmóti í golfi síðan Phil Mickelson vann Masters-mótið í golfi árið 2010. Sex mót í röð án Bandarísks sigur sættir Kaninn sig ekki við enda góðu vanur meðan Tiger Woods var upp á sitt besta. Adam Scott með kylfusveininn Steve Williams sér við hlið er í 11. sæti á tveimur undir pari. Efstu menn heimslistans, Englendingarnir Luke Donald (1) og Lee Westwood (2), eru í 13. sæti á einu höggi undir pari. Keppni lýkur í dag. Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Brendan Steele og Jason Dufner eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi á Johns Creek golfvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum. Mótinu lýkur í dag. Steele og Dufner eru báðir á sjö höggum undir pari. Hinn 25 ára gamli Steele, sem leikur á sínu fyrsta stórmóti, spilaði hringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Dufner spilaði á tveimur undir pari og fylgdi eftir frábærum hring á föstudaginn þegar hann var á fimm undir pari. Bandaríkjamenn skipa fimm efstu sætin fyrir lokahringinn. Keegan Bradley er þriðji á sex undir, Scott Verplank á fimm undir og Steve Stricker á fjórum undir. Tiltölulega óþekkt nöfn en en Bandaríkjamönnum er sama svo framarlega sem landi þeirra vinni sigur. Bandaríkjamaður hefur ekki borið sigur úr bítum á stórmóti í golfi síðan Phil Mickelson vann Masters-mótið í golfi árið 2010. Sex mót í röð án Bandarísks sigur sættir Kaninn sig ekki við enda góðu vanur meðan Tiger Woods var upp á sitt besta. Adam Scott með kylfusveininn Steve Williams sér við hlið er í 11. sæti á tveimur undir pari. Efstu menn heimslistans, Englendingarnir Luke Donald (1) og Lee Westwood (2), eru í 13. sæti á einu höggi undir pari. Keppni lýkur í dag.
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira