Íslenski boltinn

Andri með fernu fyrir Gróttu - dramatík í lokin í Breiðholtinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Örn Helgason , þjálfari Gróttu.
Sigurður Örn Helgason , þjálfari Gróttu. Mynd/Daníel
Grótta og KA bættu stöðu sína í fallbaráttu 1. deildar karla í kvöld en Leiknismenn urðu að horfa á eftir þremur stigum þegar Víkingar úr Ólafsvík skoruðu tvö mörk á þá á lokamínútunum og unnu 3-2 sigur. Þróttur og Selfoss töpuðu bæði stigum en HK hefur nú leikið sextán leiki án sigurs.

Andri Björn Sigurðsson var hetja Gróttumanna með því að skora öll mörkin í 4-1 sigri á ÍR á Nesinu. Hann skoraði þrjú markanna í fyrri hálfleiknum. Grótta og ÍR höfðu sætaskipti við þessi úrslit.

KA-menn eru komnir á skrið og fögnuðu þriðja sigri sínum í röð þegar þeir unnu Þróttara 4-1 í kvöld. Haukur Heiðar Hauksson skoraði tvö fyrstu mörk KA-manna í leiknum en Þróttur missti fyrirliða sinn Hall Hallsson af velli með rautt spjald á 60. mínútu.

Leiknismenn áttu möguleika á því að komast upp úr fallsæti en þeir fengu á sig tvö mörk á lokamínútunum og töpuðu 2-3 fyrir Víkingi úr Ólafsvík.

HK náði ekki að enda biðina eftir fyrsta sigrinum en tók þá stig af Selfyssingum í Kópavoginum. Selfyssingar áttu möguleika á því að ná níu stiga forskot á Hauka í baráttunni um annað sæti sem gefur sæti í Pepsi-deild karla næsta sumar.

Upplýsingar um markaskorara eru að hluta fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net.

Úrslit og markaskorarar í leikjum 1. deildar karla í kvöld:

Grótta-ÍR 4-1

1-0 Andri Björn Sigurðsson, 1-1 Jón Gísli Ström, 2-1 Andri Björn Sigurðsson, 3-1 Andri Björn Sigurðsson, 4-1 Andri Björn Sigurðsson.

KA-Þróttur R. 4-1

1-0 Haukur Heiðar Hauksson (32.), 2-0 Haukur Heiðar Hauksson (43.), 3-0 Guðmundur Óli Steingrímsson (74.), 3-1 Sveinbjörn Jónasson (78.), 4-1 Daniel Jason Howell (90.+1)

HK-Selfoss 0-0

Leiknir R.-Víkingur Ó. 2-3

0-1 Guðmundur Magnússon, 1-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson, 2-1 Þórir Guðjónsson, víti, 2-2 Guðmundur Magnússon, 2-3 Artjoms Goncars, víti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×