Viðskipti erlent

Bjartsýni eykst á mörkuðum

Hlutabréf hafa víðast hvar í heiminum hækkað í verði í dag. Nasdaq vísitalan á Wall Street hækkaði um tvö prósent við opnun bandaríska markaðarins í dag og áður höfðu markaðir í Evrópu tekið vel við sér. Þá lokuðu markaðir í Asíu víðast hvar í plús í nótt. Ástæða aukinnar bjartsýni á mörkuðum er meðal annars rakin til frétta þess efnis að tveir af stærstu bönkum Grikklands hyggi á sameiningu.

Um er að ræða Eurobank EFG og Alpha Bank og í sameiginlegri tilkynningu frá þeim segir að sameiningin muni gera mikið fyrir efnahagsbatann í Grikklandi. Hlutabréf í grískum bönkum hafa fallið um meira en 50 prósent það sem af er ári en bréfin hækkuðu töluvert við þessar fréttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×