Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Karl Lúðvíkssin skrifar 28. ágúst 2011 09:31 Laxinn er mættur í Eyrarvatn Mynd af www.angling.is Við á Veiðivísi tókum smá bíltúr í gær og lá leið okkar meðal annars inní Svínadal. Það sem vakti furðu okkar er að það var engin að veiða við vötnin þrátt fyrir frábærar aðstæður. Og það sem meira er, laxinn er mættur! Við útfallið á Eyrarvatni og Þórisstaðavatni stukku laxar af og til í gærkvöldi innan um aðrar litlar vakir. Hann var ekki langt frá landi og það hefði því verið kjörið að taka nokkur köst og sjá hvort hann tæki ekki, en því miður voru stangirnar ekki með i för. Það má veiða í vötnunum til 25. september og þetta er fínn tími til að veiða þarna. Urriðinn og laxinn taka vel á kvöldin í Svínadalnum. Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði
Við á Veiðivísi tókum smá bíltúr í gær og lá leið okkar meðal annars inní Svínadal. Það sem vakti furðu okkar er að það var engin að veiða við vötnin þrátt fyrir frábærar aðstæður. Og það sem meira er, laxinn er mættur! Við útfallið á Eyrarvatni og Þórisstaðavatni stukku laxar af og til í gærkvöldi innan um aðrar litlar vakir. Hann var ekki langt frá landi og það hefði því verið kjörið að taka nokkur köst og sjá hvort hann tæki ekki, en því miður voru stangirnar ekki með i för. Það má veiða í vötnunum til 25. september og þetta er fínn tími til að veiða þarna. Urriðinn og laxinn taka vel á kvöldin í Svínadalnum.
Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði