Íslenski boltinn

Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson. Mynd/Vilhelm
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló.

Ólafur velur 22 leikmenn fyrir þessa leiki en Kristján Örn Sigurðsson verður í leikbanni í leiknum gegn Norðmönnum.

Ólafur kallar aftur á Gunnleif Gunnleifsson, sem var ekki valinn í æfingaleikinn við Ungverja og þá er Veigar Páll Gunnarsson aftur kominn inn í landsliðið en hann hefur ekki verið með landsliðinu í undanförnum fjórum landsleikjum. Helgi Valur Daníelsson er síðan annar leikmaður sem er að koma aftur inn í hópinn eftir smá fjarveru.

Gylfi Þór Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen og Kolbeinn Sigþórsson sem misstu allir af Ungverjaleiknum vegna meiðsla eru allir í hópnum.

KR-ingarnir Hannes Þór Halldórsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson, sem sögðu sig báðir út úr hópnum fyrir leikinn á móti Ungverjalandi, eru ekki valdir aftur að þessu sinni.

Landsliðshópur Íslands á móti Noregi og Kýpur:

Markmaður

Gunnleifur Gunnleifsson, FH

Stefán Logi Magnússon, Lilleström SK

Varnarmenn

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth FC

Indriði Sigurðsson, Viking FK

Kristján Örn Sigurðsson, Hönefoss BK

Birkir Már Sævarsson, Brann

Sölvi Geir Ottesen, FC Kaupmannahöfn

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Hönefoss BK

Jón Guðni Fjóluson, Germinal Beerschot

Hjörtur Logi Valgarðsson, IFK Gautaborg

Miðjumenn

Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City

Helgi Valur Daníelsson, AIK

Rúrik Gíslason, OB

Jóhann Berg Guðmundsson, AZ

Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts

Birkir Bjarnason, Viking FK

Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim

Sóknarmenn

Eiður Smári Guðjohnsen, AEK Aþena

Heiðar Helguson, QPR

Veigar Páll Gunnarsson, Vålerenga

Kolbeinn Sigþórsson, Ajax

Alfreð Finnbogason, Lokeren








Fleiri fréttir

Sjá meira


×