Íslenski boltinn

Eyjólfur velur 23 leikmenn fyrir leikina gegn Belgum og Norðmönnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson er heldur ekki í hópnum en hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu.
Hólmar Örn Eyjólfsson er heldur ekki í hópnum en hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu. Mynd/Anton
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, hefur valið 23 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Belgíu og Noregi í undankeppni EM 2013. Leikirnir fara fram 1. september á Vodafone-vellinum og 6. september á Kópavogsvelli.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir

Arnar Darri Pétursson, SönderjyskE (3)

Árni Snær Ólafsson, ÍA

Ásgeir Þór Magnússon, Höttur

Varnarmenn

Dofri Snorrason, KR

Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV (1)

Finnur Orri Margeirsson, Breiðablik (4)

Gísli Páll Helgason, Þór

Hlynur Atli Magnússon, Fram

Jóhann Laxdal, Stjarnan (2)

Kristinn Jónsson, Breiðablik (2)

Miðjumenn

Atli Sigurjónsson, Þór

Björn Jónsson, KR

Björn Daníel Sverrisson, FH (2)

Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV

Guðlaugur Victor Pálsson, Hibernian (6)

Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík

Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV (3)

Sóknarmenn

Aron Jóhannsson, AGF (2,1)

Björn Bergmann Sigurðarson, Lilleström (5,1)

Guðmundur Þórarinsson, ÍBV

Jóhann Helgi Hannesson, Þór

Kolbeinn Kárason, Valur

Kristinn Steindórsson, Breiðablik (4,1)

Leikir fyrir U21 árs landsliðið innan sviga auk marka sem leikmennirnir hafa skorað.

Flestir leikmenn landsliðsins eru fæddir árið 1990 eða 1991. Þó eru þeir Brynjar Gauti Guðjónsson og Guðmundur Þórarinsson fæddir árið 1992.

Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson, atvinnumenn í Hollandi, eru enn gjaldgengir í U21 árs landsliðið. Reikna má með því að þeir séu í A-landsliðshópnum fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi í undankeppni EM 2012 sem tilkynntur verður á morgun.

Auk Íslands, Belgíu og Noregs eru England og Aserbaídsjan í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×