Góðar fréttir af sjóbirtingsslóðum Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2011 08:49 Mynd af www.svfk.is Sjóbirtingurinn er mættur í flest öll vatnsföll sem SVFK hefur uppá að bjóða í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Greinilegt að rigningar sem voru á svæðinu í byrjun ágúst hefur skilað inn fyrstu göngunum. Hér er frétt frá SVFK: Við sögðum frá því fyrir skemmstu að það hefðu veiðst tveir laxar ásamt birtingi í ánni, það rétta er að það veiddist einn lax, 7 punda birtingur og tvær bleikjur ásamt smærri fiski. Bleikjurnar voru vænar eða 3,5 pund og 4 pund. Allir fiskarnir voru skráðir á veiðistað nr 15. Það var svo formaður félagsins Gunnar J. Óskarsson sem var staddur við ána á sunnudaginn (14.) og er skemmst frá því að segja að hann setti heldur betur í hann. Á tveimur tímum setti hann í fjórtán birtinga og landaði níu. Hina missti hann í löndun. Fiskarnir vóu frá 3-9 pundum og þá setti Gunnar einnig í enn stærri birting sem hann áætlaði 12-14 pund. Meira um sjóbirtingsveiðar af svæðum SVFK hér á linknum fyrir neðan:https://svfk.is/ Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði
Sjóbirtingurinn er mættur í flest öll vatnsföll sem SVFK hefur uppá að bjóða í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Greinilegt að rigningar sem voru á svæðinu í byrjun ágúst hefur skilað inn fyrstu göngunum. Hér er frétt frá SVFK: Við sögðum frá því fyrir skemmstu að það hefðu veiðst tveir laxar ásamt birtingi í ánni, það rétta er að það veiddist einn lax, 7 punda birtingur og tvær bleikjur ásamt smærri fiski. Bleikjurnar voru vænar eða 3,5 pund og 4 pund. Allir fiskarnir voru skráðir á veiðistað nr 15. Það var svo formaður félagsins Gunnar J. Óskarsson sem var staddur við ána á sunnudaginn (14.) og er skemmst frá því að segja að hann setti heldur betur í hann. Á tveimur tímum setti hann í fjórtán birtinga og landaði níu. Hina missti hann í löndun. Fiskarnir vóu frá 3-9 pundum og þá setti Gunnar einnig í enn stærri birting sem hann áætlaði 12-14 pund. Meira um sjóbirtingsveiðar af svæðum SVFK hér á linknum fyrir neðan:https://svfk.is/
Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði