Tungufljótið að lifna við Karl Lúðvíksson skrifar 20. ágúst 2011 21:47 Laxi landað í Faxa Mynd af www.lax-a.is Svo virðist sem að líf sé að glæðast í Tungufljóti í Biskupstungum. Í gær komu 8 laxar á land á 4 stangir og skiptist þannig að allir veiðimenn fengu lax. Fljótið hefur verið með rólegasta móti í sumar, en sterkasti tíminn hefur jafnan verið seinnihluti ágústmánaðar og september allur. Þó það sé e.t.v. orðið útséð með að sumarið í sumar verði seint metsumar í fljótinu þá má þó gera sér vonir um að sá tími sem eftir er verði góður – enda besti tíminn í gegnum árin. Í fyrra voru nokkrir félagar okkar á Veiðivísi staddir í ánni í byrjun september og þá ruddist torfa af laxi upp stigann við Faxa og upp á efri svæðin. Svo mikil var gangann að tugir laxa voru að stökkva framhjá stiganum og lentu í mölinni við hliðina á honum. Þessir ágætu veiðimenn tóku því til sinna ráða og voru í því að taka upp lax sem hafði stokkið út fyrir og setja hann aftur í stigann. Þetta stóð yfir í um klukkutíma og þá var gangann kominn öll í gegn. Stangveiði Mest lesið 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Veiði
Svo virðist sem að líf sé að glæðast í Tungufljóti í Biskupstungum. Í gær komu 8 laxar á land á 4 stangir og skiptist þannig að allir veiðimenn fengu lax. Fljótið hefur verið með rólegasta móti í sumar, en sterkasti tíminn hefur jafnan verið seinnihluti ágústmánaðar og september allur. Þó það sé e.t.v. orðið útséð með að sumarið í sumar verði seint metsumar í fljótinu þá má þó gera sér vonir um að sá tími sem eftir er verði góður – enda besti tíminn í gegnum árin. Í fyrra voru nokkrir félagar okkar á Veiðivísi staddir í ánni í byrjun september og þá ruddist torfa af laxi upp stigann við Faxa og upp á efri svæðin. Svo mikil var gangann að tugir laxa voru að stökkva framhjá stiganum og lentu í mölinni við hliðina á honum. Þessir ágætu veiðimenn tóku því til sinna ráða og voru í því að taka upp lax sem hafði stokkið út fyrir og setja hann aftur í stigann. Þetta stóð yfir í um klukkutíma og þá var gangann kominn öll í gegn.
Stangveiði Mest lesið 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Veiði