Íslenski boltinn

Guðmundur og Matthías koma inn í landsliðshópinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað tvo leikmenn til viðbótar inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi, en þeir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, koma nýir inn í hópinn.

Mikil meiðsli hafa plagað landsliðsmenn okkar á undanförnum dögum en þeir Hermann Hreiðarsson, Heiðar Helguson, Gunnleifur Gunnleifsson og Aron Einar Gunnarsson eru allir meiddir.

Gylfi Þór Sigurðsson á við smávægileg meiðsli á hné og óvíst er hvort hann taki þátt í leiknum gegn Kýpur, en líkur eru á því að leikmaðurinn verði með gegn Noregi.

Leikirnir tveir eru hluti af undankeppni Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Úkraínu og Póllandi á næsta ári.

Hannes Þór Halldórsson kom inn í liðið seint í gærkvöldi þar sem Gunnleifur Gunnleifsson meiddist í leik gegn Stjörnunni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×