116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2011 13:51 Svona lýtur 30 punda lax út. Þessi var veiddur í Naugatuk ánni. Við hjá Veiðivísi höfum fengið mjög áræðanlegar heimildir fyrir 116 sm laxinum sem veiddist um daginn í Kjarrá og það sem meira er, fengið staðfestingu á að laxinn hafi verið myndaður. En veiðimaðurinn sem veiddi hann er þekktur íslendingur sem vill ekki láta nafns síns getið og enn síður sýna mynd af tröllinu. Lax sem er rétt mældur 116 sm er líklega vel í 30 pundunum að þyngd og yrði þetta þar með stærsti lax sumarsins ef ekki stærsti lax sem hefur verið dreginn á land í fjölda ára. Örfáir hafa verið veiddir sem ekki er hægt að staðfesta lengd né þyngd á, en leiðsögumenn sem hafa verið veiðimönnum til aðstoðar t.d. við Nessvæðið hafa séð margan laxinn ansi nálægt þessari þyngd. Og fleiri ár hafa gefið risalaxa undanfarin ár sem ekki er hægt að staðfesta þyngd á. Vatnsdalsá, Víðidalsá, Breiðdalsá og fleiri ár eru vel þekktar fyrir stórlaxa. Fyrir nokkrum árum síðan var lax tekinn í klak í Breiðdalsá og mældist sá fiskur, sem var hængur, 98 sm langur en 24 pund að þyngd. Skalinn sem er því verið að miða við hvað varðar lengd er því ekki óskeikull. En hvað sem því varðar þá er það ánægjan af því að hafa sett í, landað og sleppt einum af þessum risum sem hlýtur að vera markmið allra veiðimanna. Stangveiði Mest lesið Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Ný síða um fluguhnýtingar Veiði
Við hjá Veiðivísi höfum fengið mjög áræðanlegar heimildir fyrir 116 sm laxinum sem veiddist um daginn í Kjarrá og það sem meira er, fengið staðfestingu á að laxinn hafi verið myndaður. En veiðimaðurinn sem veiddi hann er þekktur íslendingur sem vill ekki láta nafns síns getið og enn síður sýna mynd af tröllinu. Lax sem er rétt mældur 116 sm er líklega vel í 30 pundunum að þyngd og yrði þetta þar með stærsti lax sumarsins ef ekki stærsti lax sem hefur verið dreginn á land í fjölda ára. Örfáir hafa verið veiddir sem ekki er hægt að staðfesta lengd né þyngd á, en leiðsögumenn sem hafa verið veiðimönnum til aðstoðar t.d. við Nessvæðið hafa séð margan laxinn ansi nálægt þessari þyngd. Og fleiri ár hafa gefið risalaxa undanfarin ár sem ekki er hægt að staðfesta þyngd á. Vatnsdalsá, Víðidalsá, Breiðdalsá og fleiri ár eru vel þekktar fyrir stórlaxa. Fyrir nokkrum árum síðan var lax tekinn í klak í Breiðdalsá og mældist sá fiskur, sem var hængur, 98 sm langur en 24 pund að þyngd. Skalinn sem er því verið að miða við hvað varðar lengd er því ekki óskeikull. En hvað sem því varðar þá er það ánægjan af því að hafa sett í, landað og sleppt einum af þessum risum sem hlýtur að vera markmið allra veiðimanna.
Stangveiði Mest lesið Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Ný síða um fluguhnýtingar Veiði