Rose bætti stöðu sína fyrir lokamótið í úrslitakeppninni 19. september 2011 13:00 Justin Rose sigraði á PGA móti í gær og er með í baráttunni um risaverðlaunafé á lokamótinu. Nordic Photos / Getty Images Enski kylfingurinn Justin Rose sigraði á BMW meistaramótinu í golf í gær í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar. Þetta var þriðji sigur Rose á bandarísku mótaröðinni og er hann í ágætri stöðu fyrir lokamótið í Fed-Ex úrslitakeppninni sem fram fer í þessari viku í Atlanta. Þar er keppt um 10 milljóna dala verðlaunafé eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr. Rose var með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn en Ástralinn John Senden blandaði sér í baráttuna á lokahringnum. Rose gerði út um vonir Senden með því að vippa boltanum í holuna fyrir fugli á 17. braut. Rose endaði tveimur höggum á undan Senden. Rose er í þriðja sæti á stigalistanum fyrir lokamótið sem hefst á fimmtudaginn. Senden endaði í öðru sæti á þessu móti á -13 en Geoff Ogilvy, sem einnig er frá Ástralíu, varð þriðji á -12. Luke Donald frá Englandi sem er efstur á heimslistanum endaði í fjórða sæti. Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Enski kylfingurinn Justin Rose sigraði á BMW meistaramótinu í golf í gær í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar. Þetta var þriðji sigur Rose á bandarísku mótaröðinni og er hann í ágætri stöðu fyrir lokamótið í Fed-Ex úrslitakeppninni sem fram fer í þessari viku í Atlanta. Þar er keppt um 10 milljóna dala verðlaunafé eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr. Rose var með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn en Ástralinn John Senden blandaði sér í baráttuna á lokahringnum. Rose gerði út um vonir Senden með því að vippa boltanum í holuna fyrir fugli á 17. braut. Rose endaði tveimur höggum á undan Senden. Rose er í þriðja sæti á stigalistanum fyrir lokamótið sem hefst á fimmtudaginn. Senden endaði í öðru sæti á þessu móti á -13 en Geoff Ogilvy, sem einnig er frá Ástralíu, varð þriðji á -12. Luke Donald frá Englandi sem er efstur á heimslistanum endaði í fjórða sæti.
Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira