Íslenski boltinn

Fanndís: Gaman að láta andstæðinginn líta illa út

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fanndís í leiknum í dag.
Fanndís í leiknum í dag. Mynd/Daníel
Fanndís Friðriksdóttir átti eins og svo margir aðrir í íslenska liðinu stórgóðan leik er Ísland vann 3-1 sigur á Noregi í dag. Fanndís spilaði á hægri kantinum og var dugleg að skapa usla í norsku vörninni.

„Þetta var sérstaklega skemmtilegt í fyrri hálfleik. Þá áttu þær ekki séns í okkur,“ sagði Fanndís í samtali við Vísi eftir leikinn.

„Ég náði aðeins að spæna þær upp á kantinum og náði að láta bakvörðinn líta nokkuð illa út nokkrum sinnum. Það er bara skemmtilegt.“

„Þetta var glæsilegur sigur. Við hefðum vissulega getað skorað nokkur mörk til viðbótar í fyrri hálfleiknum. Svo í seinni hálfleik var boltinn í loftinu nánast allan tímann og það var smá örvænting í okkar leik.“

Ísland á næst leik gegn Belgíu á miðvikudaginn og segir Fanndís að það megi ekki vanmeta Belgana.

„Það þýðir ekkert. Þær geta barist og hlaupið eins og öll lið og lokað sínu marki. Við verðum bara að gera það sama og við gerðum í fyrri hálfleik og það í 90 mínútur í þetta skiptið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×