Þrjár skyttur með 78 gæsir eftir morgunflug Karl Lúðvíksson skrifar 12. september 2011 12:42 Gæsaveiðin er farin á fullt og veiðifréttir sem við höfum verið að fá benda til að næstu 2-3 vikurnar verði toppurinn á þessari vertíð. Það sem aftraði oft veiðum í fyrra var sú eindæmis góðveðratíð sem einkenndi haustið. Logn út í eitt, sem er ekki óskaveiður gæsaveiðimanna. En núna um helgina blés hressilega og höfum við fengið góðar fregnir af gæsaskyttum víða um land. Við Þistilfjörð fréttum við af nokkrum skyttum sem hafa gert fína veiði þrátt fyrir kuda og hret. Gæsin kemur víst mjög ákveðið niður í túnin og er feit og vel haldin. En ungfuglarnir voru fáir. Í Dölunum, eða heiðunum þar fyrir ofan voru tveir hópar af skyttum sem við á Veiðivísi þekkjum vel og gerðu þeir fína veiði. Voru með um 100 fugla eftir tvo daga, mest af því var Heiðagæs. Í Landeyjunum eru hóparnir að stækka og stækka. Þrjár skyttur sem eru með akur á leigu á þessu svæði fengu 78 gæsir í einu morgunflugi. Þessir strákar hafa mikið skotið fyrir veitingahúsin á landinu og segja að eftirspurn eftir villibráð sé orðin mjög mikil. Stangveiði Mest lesið Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Veiði
Gæsaveiðin er farin á fullt og veiðifréttir sem við höfum verið að fá benda til að næstu 2-3 vikurnar verði toppurinn á þessari vertíð. Það sem aftraði oft veiðum í fyrra var sú eindæmis góðveðratíð sem einkenndi haustið. Logn út í eitt, sem er ekki óskaveiður gæsaveiðimanna. En núna um helgina blés hressilega og höfum við fengið góðar fregnir af gæsaskyttum víða um land. Við Þistilfjörð fréttum við af nokkrum skyttum sem hafa gert fína veiði þrátt fyrir kuda og hret. Gæsin kemur víst mjög ákveðið niður í túnin og er feit og vel haldin. En ungfuglarnir voru fáir. Í Dölunum, eða heiðunum þar fyrir ofan voru tveir hópar af skyttum sem við á Veiðivísi þekkjum vel og gerðu þeir fína veiði. Voru með um 100 fugla eftir tvo daga, mest af því var Heiðagæs. Í Landeyjunum eru hóparnir að stækka og stækka. Þrjár skyttur sem eru með akur á leigu á þessu svæði fengu 78 gæsir í einu morgunflugi. Þessir strákar hafa mikið skotið fyrir veitingahúsin á landinu og segja að eftirspurn eftir villibráð sé orðin mjög mikil.
Stangveiði Mest lesið Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Veiði