Íslenski boltinn

Viðar Örn skaut Selfossliðinu upp í Pepsi-deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Viðar Örn Kjartansson skoraði þrennu fyrir Selfoss þegar liðið vann 3-1 sigur á ÍR í 1. deild karla í kvöld og tryggði sér sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili.

Selfyssingingum nægði eitt stig til að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni en þeir féllu úr úrvalsdeildinni síðasta haust.

Viðar Örn Kjartansson skoraði öll mörk Selfossliðsins í leiknum og komu þau öll í fyrri hálfleik. Viðar er þar með orðinn markahæstur í 1. deildinni með 14 mörk.

Logi Ólafsson tók við Selfossliðinu fyrir tímabilið og stýrði því upp á sínu fyrsta ári á Suðurlandinu.

Nú er það ljóst að ÍA og Selfoss spila bæði í Pepsi-deild karla 2012 en Skagamenn tryggðu sig einmitt upp á ÍR-vellinum fyrir 25 dögum síðan.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×