Umfjöllun: Flottur sigur FH á Akureyri Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 29. september 2011 19:45 Oddur Gretarsson og Örn Ingi Bjarkarson í baráttunni. Fréttablaðið/Valli FH vann góðan sigur á Akureyri í uppgjöri liðanna sem háðu úrslitarimmu um titilinn í fyrra. FH vann 20-24. Sveinbjörn Pétursson byrjaði leikinn frábærlega í marki Akureyrar. Hann varði tvisvar frá Ólafi, frá Ragnari og Baldvin og víti frá Andra Berg. Akureyri komst í 5-0 á meðan. Sókn liðsins gekk smurt fyrir sig þrátt fyrir að Heimir Örn væri meiddur á bekknum. Hann gat ekkert spilað með en í hans stað á miðjunni var Jón Heiðar Sigurðsson. Hann leysti sitt hlutverk með prýði. Oddur leysti einnig af á miðjunni en eðlilega saknar liðsins Heimis. FH var ekki að spila vel í byrjun, sérstaklega var sókn liðsins slök. Hún var hæg og skot liðsins ekki góð. Það skoraði ekki fyrsta markið sitt fyrr en eftir 9 mínútur en það gerði Akureyringurinn Baldvin Þorsteinsson sem kom sér í mikinn ham. Hann og Daníel Andrésson í markinu komu FH aftur inn í leikinn. FH skoraði þrjú mörk í röð áður en Akureyri svaraði. Daníel varði vel og gaf Sveinbirni lítið eftir. FH jafnaði metin í 10-10 eftir vasklega framgöngu hjá Erni Inga Bjarkarsyni sem skoraði þrjú mörk á skömmum tíma. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Akureyri, Sveinbjörn hafði þá varið 11 skot, þar af tvö víti. Daníel var með sjö hinu megin og Baldvin og Örn með 9 af 11 mörkum FH. FH byrjaði seinni hálfleikinn á því að komast yfir, í 13-14. Akureyri missti boltann klaufalega frá sér í sókninni í þrígang, Bjarni þar af tvisvar. Eftir 10 mínútna leik var staðan 15-16 en FH hafði náð tveggja marka forystu. Á þeim tímapunkti voru Akureyringar mjög ósáttir með annan dómara leiksins, Arnar Sigurjónsson, sem á greinilega enn margt eftir ólært. Anton Gylfi Pálsson var hinsvegar með allt á hreinu, en allt kom fyrir ekki. FH komst svo þremur mörkum yfir en Daníel var að verja vel í markinu. Hörður Fannar meiddist hjá Akureyri og Guðlaugur þurfti að spila í sókn sem vörn. Illa farið með gamlan mann. Það gekk lítið upp hjá Akureyri sem skoraði aðeins þrjú mörk fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks. Sveinbjörn fór úr markinu og Stefán "Uxi" Guðnason kom sterkur inn, varði tvö skot í fyrstu sókn. Daníel slakaði hinsvegar ekkert á klónni hinum megin og hélt áfram að verja vel. Akureyri gekk ekkert að minnka forskot FH. Það komst fimm mörkum yfir og Daníel að verja frábærlega í markinu. Í lokin var sigurinn svo aldrei í hættu. Daníel var maður leiksins en eftir fyrstu 10 mínúturnar tók FH öll völd á vellinum. Það var einfaldlega betra. Það spilaði fína sókn og vörnin ágæt fyrir framan Daníel. Akureyri saknar Heimis augljóslega en sókn liðsins var heilt yfir ekki góð, utan fyrstu 10 mínútanna. Akureyri - FH 20 - 24 (12-11)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 5 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (4), Geir Guðmundsson 4 (10), Oddur Gretarsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (6), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (3). Varin skot: Stefán Guðnason 5 (10) 50%, Sveinbjörn Pétursson 14/2 (19) 42%,Hraðaupphlaup: 2 (Hörður, Oddur).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/1 (10/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (8), Ragnar Jóhannsson 3 (10), Ólafur Gústafsson 2 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (7/1), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (4), Þorkell Magnússon 1 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Halldór Guðjónsson 0 (1). Varin skot: Daníel Andrésson 22 (39) 56%),Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 3, Örn, Ólafur).Fiskuð víti: 3 (Baldvin, Örn, Atli).Utan vallar: 10 mínútur.Áhorfendur: 758Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Arnar Sigurjónsson. Arnar á enn nokkuð eftir ólært en hann finnur ekki betri læriföður en Anton. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
FH vann góðan sigur á Akureyri í uppgjöri liðanna sem háðu úrslitarimmu um titilinn í fyrra. FH vann 20-24. Sveinbjörn Pétursson byrjaði leikinn frábærlega í marki Akureyrar. Hann varði tvisvar frá Ólafi, frá Ragnari og Baldvin og víti frá Andra Berg. Akureyri komst í 5-0 á meðan. Sókn liðsins gekk smurt fyrir sig þrátt fyrir að Heimir Örn væri meiddur á bekknum. Hann gat ekkert spilað með en í hans stað á miðjunni var Jón Heiðar Sigurðsson. Hann leysti sitt hlutverk með prýði. Oddur leysti einnig af á miðjunni en eðlilega saknar liðsins Heimis. FH var ekki að spila vel í byrjun, sérstaklega var sókn liðsins slök. Hún var hæg og skot liðsins ekki góð. Það skoraði ekki fyrsta markið sitt fyrr en eftir 9 mínútur en það gerði Akureyringurinn Baldvin Þorsteinsson sem kom sér í mikinn ham. Hann og Daníel Andrésson í markinu komu FH aftur inn í leikinn. FH skoraði þrjú mörk í röð áður en Akureyri svaraði. Daníel varði vel og gaf Sveinbirni lítið eftir. FH jafnaði metin í 10-10 eftir vasklega framgöngu hjá Erni Inga Bjarkarsyni sem skoraði þrjú mörk á skömmum tíma. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Akureyri, Sveinbjörn hafði þá varið 11 skot, þar af tvö víti. Daníel var með sjö hinu megin og Baldvin og Örn með 9 af 11 mörkum FH. FH byrjaði seinni hálfleikinn á því að komast yfir, í 13-14. Akureyri missti boltann klaufalega frá sér í sókninni í þrígang, Bjarni þar af tvisvar. Eftir 10 mínútna leik var staðan 15-16 en FH hafði náð tveggja marka forystu. Á þeim tímapunkti voru Akureyringar mjög ósáttir með annan dómara leiksins, Arnar Sigurjónsson, sem á greinilega enn margt eftir ólært. Anton Gylfi Pálsson var hinsvegar með allt á hreinu, en allt kom fyrir ekki. FH komst svo þremur mörkum yfir en Daníel var að verja vel í markinu. Hörður Fannar meiddist hjá Akureyri og Guðlaugur þurfti að spila í sókn sem vörn. Illa farið með gamlan mann. Það gekk lítið upp hjá Akureyri sem skoraði aðeins þrjú mörk fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks. Sveinbjörn fór úr markinu og Stefán "Uxi" Guðnason kom sterkur inn, varði tvö skot í fyrstu sókn. Daníel slakaði hinsvegar ekkert á klónni hinum megin og hélt áfram að verja vel. Akureyri gekk ekkert að minnka forskot FH. Það komst fimm mörkum yfir og Daníel að verja frábærlega í markinu. Í lokin var sigurinn svo aldrei í hættu. Daníel var maður leiksins en eftir fyrstu 10 mínúturnar tók FH öll völd á vellinum. Það var einfaldlega betra. Það spilaði fína sókn og vörnin ágæt fyrir framan Daníel. Akureyri saknar Heimis augljóslega en sókn liðsins var heilt yfir ekki góð, utan fyrstu 10 mínútanna. Akureyri - FH 20 - 24 (12-11)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 5 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (4), Geir Guðmundsson 4 (10), Oddur Gretarsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (6), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (3). Varin skot: Stefán Guðnason 5 (10) 50%, Sveinbjörn Pétursson 14/2 (19) 42%,Hraðaupphlaup: 2 (Hörður, Oddur).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/1 (10/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (8), Ragnar Jóhannsson 3 (10), Ólafur Gústafsson 2 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (7/1), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (4), Þorkell Magnússon 1 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Halldór Guðjónsson 0 (1). Varin skot: Daníel Andrésson 22 (39) 56%),Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 3, Örn, Ólafur).Fiskuð víti: 3 (Baldvin, Örn, Atli).Utan vallar: 10 mínútur.Áhorfendur: 758Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Arnar Sigurjónsson. Arnar á enn nokkuð eftir ólært en hann finnur ekki betri læriföður en Anton.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira