Íslenski boltinn

Eyjólfur valdi fimm nýliða í hópinn fyrir Englandsleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Egill Jónsson kemur nýr inn í 21 árs landsliðið.
Egill Jónsson kemur nýr inn í 21 árs landsliðið. Mynd/Stefán
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Englendingum í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. október. Fimm nýliðar eru í hópnum og þá leika 14 leikmenn, af 18 manna hóp, með félagsliðum hér á landi.

Þetta er þriðji leikur Íslendinga í þessari undankeppni en liðið vann Belga í fyrsta leik sínum en töpuðu síðan gegn Noregi fimm dögum síðar. Eyjólfur gerir þó nokkrar breytingar á hópnum frá í þeim leikjum. Sjö leikmenn úr upphaflegum hóp hans fyrir leikina við Belgíu og Noreg eru ekki með að þessu sinni.

Eyjólfur velur fimm nýliða að þessu sinni þar af eru þeir Egill Jónsson í KR og Rúnar Már Sigurjónsson úr Val að koma alveg nýir inn. Björn Jónsson úr KR, Hlynur Atli Magnússon úr Fram og Jóhann Helgi Hannesson úr Þór voru einnig í hópnum í síðasta verkefni en fengu ekki að spreyta sig.

Guðlaugur Victor Pálsson tekur út leikbann að þessu sinni en reyndasti leikmaður hópsins er Hólmar Örn Eyjólfsson sem kemur aftur inn eftir meiðsli. Björn Bergmann Sigurðarson sem skoraði bæði mörkin í sigrinum á Belgum er hinsvegar frá vegna meiðsla.



Hópurinn fyrir Englandsleikinn:

Markmenn

Arnar Darri Pétursson, Sönderjysk E

Ásgeir Þór Magnússon, Val

Varnarmenn

Hólmar Örn Eyjólfsson, Bochum

Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki

Kristinn Jónsson, Breiðabliki

Jóhann Laxdal, Stjörnunni

Eiður Aron Sigurbjörnsson, Örebro

Dofri Snorrason, KR

Hlynur Atli Magnússon, Fram

Miðjumenn

Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV

Björn Daníel Sverrisson, FH

Atli Sigurjónsson, Þór

Björn Jónsson, KR

Egill Jónsson, KR

Rúnar Már S Sigurjónsson, Val

Sóknarmenn

Kristinn Steindórsson, Breiðabliki

Aron Jóhannsson, AGF

Jóhann Helgi Hannesson, Þór






Fleiri fréttir

Sjá meira


×