Fótbolti

KSÍ að missa Lagerbäck til Austurríkis?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Svía.
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Svía. Nordic Photos / Bongarts
Svo virðist sem að Svíinn Lars Lagerbäck sé í þann mund að taka við landsliðsþjálfarastarfi Austurríkis. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé nú staddur í Vínarborg til að ganga frá samningum.

Lagerbäck hafði áður sagt í samtali við Fréttablaðið að hann væri í til í viðræður við KSÍ um starf landsliðsþjálfara. Síðan þá hafa forráðamenn KSÍ ítrekað fullyrt að viðræður væru ekki hafnar við neinn um starfið.

Lagerbäck var landsliðsþjálfari Svía frá 1998 til 2009 en stýrði landsliði Nígeríu á HM 2010. Hann kom Svíum á fimm stórmót í knattspyrnu í röð.

Hann hafði einnig verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið í Wales áður en Gary Speed var ráðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×