Íslenski boltinn

Heiðar Helguson hættur að gefa kost á sér í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar í leik með íslenska landsliðinu.
Heiðar í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur
Heiðar Helguson er hættur að spila með íslenska landsliðinu í knattspyrnu, að bili í minnsta kosti. Þetta hefur Vísir eftir sínum heimildum.

Heiðar hefur áður hætt með landsliðinu en það gerði hann árið 2006. Hann byrjaði svo að gefa aftur kost á sér árið 2008 og hefur síðan verið fastamaður í landsliðinu undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.

Heiðar var ekki í hópi Ólafs sem var tilkynntur í gær og mun mæta Portúgal ytra þann 7. október næstkomandi. Hann var ekki heldur með liðinu í leikjunum gegn Noregi og Kýpur í byrjun september.

Ástæðan fyrir þessu mun vera álag en Heiðar er á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu QPR. Hann kom inn á sem varamaður í síðasta leik liðsins gegn Aston Villa og lagði upp jöfnunarmark sinna manna í 1-1 jafntefli.

Heiðar e 34 ára gamall og á að baki 55 landsleiki og tólf mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×