Vistvæn hönnun og orkusparandi lausnir 6. október 2011 11:15 Verðlaunatillaga Henning Larsen stofunnar fyrir nýjar höfuðstöðvar Siemens. Í kvöld mun Signe Kongebro frá dönsku teiknistofunni Henning Larsen Architects í Kaupmannahöfn halda fyrirlestur í Norræna húsinu. Teiknistofan ætti að vera öllum Íslendingum kunn en hún kom meðal annars að hönnun Hörpu og Háskólans í Reykjavík. Fyrirlesturinn fjallar um sýn Henning Larsen stofunnar á vistvæna hönnun sem hún telur eigi að vera hluti af hönnunarferlinu frá upphafi. Fyrirlesarinn Signe Kongebro er arkitekt og meðeigandi í teiknistofunni. Hún er deildarstjóri fyrir sérstaka þróunardeild innan fyrirtækisins sem leggur áherslu á vistvæna nálgun og orkusparandi lausnir. Henning Larsen Architects er alþjóðlegasta teiknistofan í Danmörku. Stofan var stofnuð af Henning Larsen árið 1959. Í dag starfa þar um 157 manns. Teiknistofan hefur útibú og verkefni í meira en 20 löndum. Nýverið unnu þau alþjóðlega samkeppni um um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München, þar sem gerðar voru mjög háar kröfur um ábyrga framtíðarafstöðu til auðlinda jarðar, en meðal annars verða úthliðar hússins hallandi þannig að birta sólar nýtist sem best. Fyrirlestur Signe er hluti af fyrirlestrarröðinni Ný norræn byggingarlist í Norræna húsinu. Hún hófst í síðustu viku þegar Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Basalt fjallaði um Sundlaugina á Hofsósi. Síðasti fyrirlesturinn er síðan á dagskrá 17. nóvember þegar Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu fjallar um Hörpu. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Í kvöld mun Signe Kongebro frá dönsku teiknistofunni Henning Larsen Architects í Kaupmannahöfn halda fyrirlestur í Norræna húsinu. Teiknistofan ætti að vera öllum Íslendingum kunn en hún kom meðal annars að hönnun Hörpu og Háskólans í Reykjavík. Fyrirlesturinn fjallar um sýn Henning Larsen stofunnar á vistvæna hönnun sem hún telur eigi að vera hluti af hönnunarferlinu frá upphafi. Fyrirlesarinn Signe Kongebro er arkitekt og meðeigandi í teiknistofunni. Hún er deildarstjóri fyrir sérstaka þróunardeild innan fyrirtækisins sem leggur áherslu á vistvæna nálgun og orkusparandi lausnir. Henning Larsen Architects er alþjóðlegasta teiknistofan í Danmörku. Stofan var stofnuð af Henning Larsen árið 1959. Í dag starfa þar um 157 manns. Teiknistofan hefur útibú og verkefni í meira en 20 löndum. Nýverið unnu þau alþjóðlega samkeppni um um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München, þar sem gerðar voru mjög háar kröfur um ábyrga framtíðarafstöðu til auðlinda jarðar, en meðal annars verða úthliðar hússins hallandi þannig að birta sólar nýtist sem best. Fyrirlestur Signe er hluti af fyrirlestrarröðinni Ný norræn byggingarlist í Norræna húsinu. Hún hófst í síðustu viku þegar Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Basalt fjallaði um Sundlaugina á Hofsósi. Síðasti fyrirlesturinn er síðan á dagskrá 17. nóvember þegar Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu fjallar um Hörpu.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira