Veiðitölur úr Gljúfurá í Borgarfirði Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2011 09:29 Lokatölur laxveiða í Gljúfurá í Borgarfirði hljóma upp á 266 laxa þetta sumarið, sem er með ágætum og yfir meðaltali sl. áratuga. Sem fyrr var veiðin langmest í júlímánuði, eða 159 laxar, 52 laxar fengust í ágústmánuði og 55 laxar í september. Þetta er örlítið minni veiði en fékkst úr Gljúfurá í fyrrasumar en þá fengust 281 lax úr ánni. Mismunurinn á milli ára nemur því aðeins 15 löxum. Meðaltalsveiði síðastliðinna 35 ára í Gljúfurá er 214 laxar, og veiðin því yfir þeim tölum í sumar. Þess má geta að í fyrsta sinn var gerð tilraun til sjóbirtingsveiða fyrstu tíu daga októbermánaðar. Fóru bændur með þá tilraunaveiði, en mikil aukning virðist vera í sjóbirtingsgengd í Gljúfurá hin síðari ár. SVFR hefur ekki tölur yfir afrakstur þeirra veiða. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði
Lokatölur laxveiða í Gljúfurá í Borgarfirði hljóma upp á 266 laxa þetta sumarið, sem er með ágætum og yfir meðaltali sl. áratuga. Sem fyrr var veiðin langmest í júlímánuði, eða 159 laxar, 52 laxar fengust í ágústmánuði og 55 laxar í september. Þetta er örlítið minni veiði en fékkst úr Gljúfurá í fyrrasumar en þá fengust 281 lax úr ánni. Mismunurinn á milli ára nemur því aðeins 15 löxum. Meðaltalsveiði síðastliðinna 35 ára í Gljúfurá er 214 laxar, og veiðin því yfir þeim tölum í sumar. Þess má geta að í fyrsta sinn var gerð tilraun til sjóbirtingsveiða fyrstu tíu daga októbermánaðar. Fóru bændur með þá tilraunaveiði, en mikil aukning virðist vera í sjóbirtingsgengd í Gljúfurá hin síðari ár. SVFR hefur ekki tölur yfir afrakstur þeirra veiða. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði