Íslenski boltinn

Haukar boða til blaðamannafundar - Ólafur Jóhannesson ráðinn þjálfari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Haukar hafa boðað til blaðamannafundar klukkan fjögur í dag þar sem þeir ætla að tilkynna hver verður eftirmaður Magnúsar Gylfasonar sem hætti með liðið eftir lokaleik tímabilsins og tók við þjálfun ÍBV.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá mun Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari FH, taka við Haukaliðinu og honum til aðstoðar verður Sigurbjörn Hreiðarsson spilandi þjálfari.

Ólafur Jóhannesson hefur þjálfað áður Haukanna en hann stýrði liðinu í C-deildinni sumarið 1993. Haukar unnu þá 6 af 18 leikjum og enduðu í 6. sæti. Ólafur spilaði meira að segja einn leik með liðinu það sumar en hann lék einnig með Haukum í efstu deild 1979.

Haukar urðu í þriðja sæti í b-deildinni í sumar á eftir ÍA og Selfoss en Haukarnir féllu úr Pepsi-deildinni sumarið á undan þegar þeir voru undir stjórn Andra Marteinssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×