Það er ótrúlegt hvað það breytir miklu að mála einn vegg svartan. Svarti veggurinn býr til ákveðna dramatík sem var kannski ekki fyrir, þegar allir veggir voru hvítir.
Svarti liturinn fer mjög vel með flestum litum og er þetta mjög fín leið fyrir þá sem eru „hræddir" við liti. Með því að mála einn vegg svartan getur maður tekið inn liti með húsgögnum og fylgihlutum án þess að liturinn virki yfirþyrmandi. Svo nú er bara að velja vegg! - Skoða nokkrar útfærslur í myndasafni.
Facebooksíða Sæbjargar - Saja Interior Design
