Íslenski boltinn

Lagerbäck líklega klár í bátana - sagður fá 5,4 milljónir í mánaðarlaun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
KSÍ hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu. Á fundinum verður kynntur til leiks nýr landsliðsþjálfari karla en fastlega má reikna með því að Svíinn Lars Lagerbäck verði staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari á fundinum. KSÍ hefur verið í viðræðum við Sviann um nokkurt skeið og þær viðræður virðast loksins hafa borið árangur.

Samkvæmt heimildum sænska blaðsins Expressen mun Lagerbäck fá tæplega 65 milljónir íslenskra króna í árslaun eða 5,4 milljónir á mánuði.

Expressen segist einnig hafa heimildir fyrir því að Lagerbäck muni fá 17,5 milljónir í bónusgreiðslu takist honum að koma Íslandi á HM.

Standist þessar tölur hjá sænska blaðinu er ljóst að Lagerbäck verður á umtalsvert hærri launun en forverar hans sem voru að fá nærri einni milljón í mánaðarlaun. Svíinn er reyndar talsvert reynslumeiri en þeir og hefur ítrekað náð árangri í alþjóðlegum fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×