Veiðiflugur komnar með Bernardelli byssurnar Karl Lúðvíksson skrifar 13. október 2011 09:45 Hilmar með Bernardelli byssu, en Veiðiflugur voru einmitt að landa umboðinu fyrir þetta merki Verslunin Veiðiflugur á Langholtsvegi er nú í óða önn að gera klárt fyrir rjúpnatímabilið. Við tókum púlsinn á Hilmari Hanssyni í Veiðiflugum og spurðum hann um vöruúrval þeirra fyrir skotveiðimenn. Hilmar segist leggja áherslu á að bjóða upp á allt tengt rjúpnaveiði, en aðal stolt verslunarinnar eru útivistarfatnaðurinn frá Patagonia auk þess sem verslunin hefur fengið söluumboð fyrir Bernardelli haglabyssurnar sem eru verulega vantaðar ítalskar haglabyssur á afar hagstæðu verði. Patagonia fatnaðinn þekkja mjög margir, en Patagonia er stærsta merki heims í útivistarfatnaði. Patagonia fyrirtækið framleiðir sína eigin öndunarfilmu sem er af mörgum talin sú besta fáanlega á markaðnum í dag. Fatnaðurinn frá þeim er mjög vandaður, og hafa þeir sem eiga slíkan fatnað helst kvartað yfir því að hann sé „of endingargóður, því maður er löngu kominn með leið á fatnaðinum áður en hann er ónýtur“ Hilmar kveðst vera einstaklega ánægður með að hafa fengið Bernardelli haglabyssurnar í sölu, enda sé þar um að ræða afar virtan og rótgróinn ítalskan byssuframleiðanda. Bernardelli er einn elsti byssuframleiðandinn á ítalíu, en fyrirtækið var stofnað árið 1865. Bernardelli var fyrstur ítalskra byssuframleiðanda til að framleiða hálfsjálfvirka haglabyssu og hjá Veiðiflugum fást 6 mismunandi týpur af hálfsjálfvirkum byssum frá Bernardelli. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði
Verslunin Veiðiflugur á Langholtsvegi er nú í óða önn að gera klárt fyrir rjúpnatímabilið. Við tókum púlsinn á Hilmari Hanssyni í Veiðiflugum og spurðum hann um vöruúrval þeirra fyrir skotveiðimenn. Hilmar segist leggja áherslu á að bjóða upp á allt tengt rjúpnaveiði, en aðal stolt verslunarinnar eru útivistarfatnaðurinn frá Patagonia auk þess sem verslunin hefur fengið söluumboð fyrir Bernardelli haglabyssurnar sem eru verulega vantaðar ítalskar haglabyssur á afar hagstæðu verði. Patagonia fatnaðinn þekkja mjög margir, en Patagonia er stærsta merki heims í útivistarfatnaði. Patagonia fyrirtækið framleiðir sína eigin öndunarfilmu sem er af mörgum talin sú besta fáanlega á markaðnum í dag. Fatnaðurinn frá þeim er mjög vandaður, og hafa þeir sem eiga slíkan fatnað helst kvartað yfir því að hann sé „of endingargóður, því maður er löngu kominn með leið á fatnaðinum áður en hann er ónýtur“ Hilmar kveðst vera einstaklega ánægður með að hafa fengið Bernardelli haglabyssurnar í sölu, enda sé þar um að ræða afar virtan og rótgróinn ítalskan byssuframleiðanda. Bernardelli er einn elsti byssuframleiðandinn á ítalíu, en fyrirtækið var stofnað árið 1865. Bernardelli var fyrstur ítalskra byssuframleiðanda til að framleiða hálfsjálfvirka haglabyssu og hjá Veiðiflugum fást 6 mismunandi týpur af hálfsjálfvirkum byssum frá Bernardelli.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði