Fótbolti

Jafntefli gegn Noregi ekki nóg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tómas Óli Garðarsson skoraði fyrir Ísland í dag.
Tómas Óli Garðarsson skoraði fyrir Ísland í dag. Mynd/Daníel
Íslenska U-19 landslið karla er úr leik í undankeppni EM 2012 eftir 2-2 jafntefli gegn Noregi í dag. Ísland endaði í neðsta sæti riðilsins en samt hefði sigur dugað til að komast áfram.

Noregur endaði í efsta sæti riðilsins með fimm stig en Ísland í því neðsta með tvö. Kýpur vann 2-0 sigur á Lettlandi í hinum leik dagsins og komst einnig áfram með fimm stig en Lettar enduðu með þrjú.

Fjögur stig hefðu því dugað Íslandi til að komast áfram því að þá hefðu Lettar og Norðmenn setið eftir með þrjú stig hvort.

Strákarnir lentu undir strax á sjöttu mínútu en skoruðu næstu tvö mörk leiksins. Fyrst Hólmbert Aron Friðjónsson á 20. mínútu og svo Tómas Óli Garðarsson þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Norðmenn skoruðu svo jöfnunarmarkið á 62. mínútu og þar við sat. Þjálfari íslenska liðsins er Kristinn Rúnar Jónsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×