Birgir Leifur reynir sig á úrtökumóti fyrir PGA í fyrsta sinn 24. október 2011 13:00 Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik á morgun, þriðjudag, á úrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð heims, PGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarna daga en þetta er í fyrsta sinn sem atvinnumaðurinn tekur þátt á úrtökumóti fyrir PGA. Birgir telur sig eiga möguleika á að komast inn á mótaröðina en úrtökumótið er þrískipt líkt og á evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur segir í viðtali við Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamann á Stöð 2 að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast alla leið. Birgir leikur á Pinewild Magnolioa vellinum í Norður-Karólínu þar sem að 78 kylfingar keppa um 15 efstu sætin sem tryggja þeim áframhaldandi þátttökurétt inn á 2. stigið. Leiknir verða fjórir hringir, 72 holur, á þessu úrtökumóti . Gríðarleg samkeppni er um þau örfáu sæti sem eru í boði á sjálfri PGA mótaröðinni. Á undanförnum vikum fóru fram úrtökumót fyrir þá sem vildu komast inn á 1. Stigið. Birgir Leifur slapp við þá síu en til þess að komast alla leið á PGA mótaröðina þarf hann líkt og aðrir að komast í gegnum öll þrjú stigin á úrtökumótinu. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að rúmlega 1000 kylfingar keppi á 13 mismundandi keppnisvöllum víðsvega um Bandaríkin á 1. stiginu. Aðeins 20% af þeim komast inn á 2. stigið. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik á morgun, þriðjudag, á úrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð heims, PGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarna daga en þetta er í fyrsta sinn sem atvinnumaðurinn tekur þátt á úrtökumóti fyrir PGA. Birgir telur sig eiga möguleika á að komast inn á mótaröðina en úrtökumótið er þrískipt líkt og á evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur segir í viðtali við Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamann á Stöð 2 að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast alla leið. Birgir leikur á Pinewild Magnolioa vellinum í Norður-Karólínu þar sem að 78 kylfingar keppa um 15 efstu sætin sem tryggja þeim áframhaldandi þátttökurétt inn á 2. stigið. Leiknir verða fjórir hringir, 72 holur, á þessu úrtökumóti . Gríðarleg samkeppni er um þau örfáu sæti sem eru í boði á sjálfri PGA mótaröðinni. Á undanförnum vikum fóru fram úrtökumót fyrir þá sem vildu komast inn á 1. Stigið. Birgir Leifur slapp við þá síu en til þess að komast alla leið á PGA mótaröðina þarf hann líkt og aðrir að komast í gegnum öll þrjú stigin á úrtökumótinu. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að rúmlega 1000 kylfingar keppi á 13 mismundandi keppnisvöllum víðsvega um Bandaríkin á 1. stiginu. Aðeins 20% af þeim komast inn á 2. stigið.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira