Breytingar framundan í Hítará á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 9. nóvember 2011 11:45 Mynd af www.svfr.is Uppi eru hugmyndur um að breyta svæðaskiptingum við Hítará á Mýrum. Ef þær ganga eftir nær aðalsvæði árinnar upp að Hítarvatni. Breytingarnar sem nú eru í deiglunni hafa verið í umræðunni mörg undanfarin ár. Nú er hins vegar útlit fyrir að þær verði að veruleika, en þar er veiðisvæðinu ofan við Kattarfoss bætt við aðalsvæði árinnar. Með því móti verður veitt með sex stöngum frá 8. júlí og út veiðitímann frá veiðihúsinu Lundi og fjögurra stanga hausttíminn heyrir sögunni til. Að sama skapi gera þessar breytingar það að verkum að aðeins verður veitt á tvær stangir á veiðisvæðinu Hítará II, samhliða því að veiðisvæðið einskorðast við hliðarárnar Grjótá og Tálma. Þetta yrðu umtalsverðar breytingar ef þær verða að veruleika. Í dag er aðalsvæði Hítarár rétt tæpir 18 kílómetrar í bakkalengd samkvæmt upplýsingum frá Reyni Þrastarsyni árnefndarmanni. Með breytingunum færi bakkalengd aðalsvæðisins hins vegar í tæplega 35 kílómetra. Ekki þarf að leggja í miklar breytingar á vegakerfi, en nú þegar er til staðar vegur upp með efri ánni að vestanverðu. Er þar um að ræða sama veg og notaður er til að komast upp að fossi. Með breytingunum yrðir maðkveiði í efri Hítará jafnframt bönnuð, og veiðireglur samræmdar við það sem gengur og gerist á aðalsvæðinu. Eftir sem áður yrði áfram leyfilegt að brúka maðk í Grjótá og Tálma. Ef þetta verður að veruleika, þá verður aðalsvæði Hítarár ein lengsta fjögurra til sex stanga einingin sem í boði er á Vesturlandi, og óvíða rýmra um veiðimenn. Ekki þurfa veiðimenn að örvænta sem veiða Hítará II með tveimur stöngum að örvænta, því eftir sem áður er veiðisvæðið kennt við Tálma og Grjótá hátt í 20 kílómetrar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 102 sm hængur úr Vatnsdalsá Veiði Komið að kaflaskilum segir Þröstur Veiði Urriðagangan er á laugardaginn Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Góð skot á Tannastaðatanga Veiði Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Frábær opnun Elliðavatns í gær Veiði
Uppi eru hugmyndur um að breyta svæðaskiptingum við Hítará á Mýrum. Ef þær ganga eftir nær aðalsvæði árinnar upp að Hítarvatni. Breytingarnar sem nú eru í deiglunni hafa verið í umræðunni mörg undanfarin ár. Nú er hins vegar útlit fyrir að þær verði að veruleika, en þar er veiðisvæðinu ofan við Kattarfoss bætt við aðalsvæði árinnar. Með því móti verður veitt með sex stöngum frá 8. júlí og út veiðitímann frá veiðihúsinu Lundi og fjögurra stanga hausttíminn heyrir sögunni til. Að sama skapi gera þessar breytingar það að verkum að aðeins verður veitt á tvær stangir á veiðisvæðinu Hítará II, samhliða því að veiðisvæðið einskorðast við hliðarárnar Grjótá og Tálma. Þetta yrðu umtalsverðar breytingar ef þær verða að veruleika. Í dag er aðalsvæði Hítarár rétt tæpir 18 kílómetrar í bakkalengd samkvæmt upplýsingum frá Reyni Þrastarsyni árnefndarmanni. Með breytingunum færi bakkalengd aðalsvæðisins hins vegar í tæplega 35 kílómetra. Ekki þarf að leggja í miklar breytingar á vegakerfi, en nú þegar er til staðar vegur upp með efri ánni að vestanverðu. Er þar um að ræða sama veg og notaður er til að komast upp að fossi. Með breytingunum yrðir maðkveiði í efri Hítará jafnframt bönnuð, og veiðireglur samræmdar við það sem gengur og gerist á aðalsvæðinu. Eftir sem áður yrði áfram leyfilegt að brúka maðk í Grjótá og Tálma. Ef þetta verður að veruleika, þá verður aðalsvæði Hítarár ein lengsta fjögurra til sex stanga einingin sem í boði er á Vesturlandi, og óvíða rýmra um veiðimenn. Ekki þurfa veiðimenn að örvænta sem veiða Hítará II með tveimur stöngum að örvænta, því eftir sem áður er veiðisvæðið kennt við Tálma og Grjótá hátt í 20 kílómetrar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 102 sm hængur úr Vatnsdalsá Veiði Komið að kaflaskilum segir Þröstur Veiði Urriðagangan er á laugardaginn Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Góð skot á Tannastaðatanga Veiði Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Frábær opnun Elliðavatns í gær Veiði