Viðskipti erlent

Markaðir tóku kipp við afsögn Berlusconi

Hlutabréfavísititölur í Bandaríkjunum tóku kipp upp á við í gærkvöldi þegar fréttist að Silvio Berlusconi hefði tilkynnt um fyrirhugaða afsögn sína sem forsætisráðherra Ítalíu.

Vísitölurnar höfðu annars sveiflast upp og niður fyrir tilkynninguna. Dow Jones endaði síðan daginn með 0,8% í plús og Nasdag hækkaði um 1,2%.

Þessi uppsveifla smitaðist þó ekki nema að hluta til yfir á Asíumarkaðina í nótt en flestir þeirra enduðu með hækkunum sem voru innan við 1%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×