Tónlist

Adele gekkst undir aðgerð á hálsi

Adele nýtur gríðarlegra vinsælda víðsvegar um heim.
Adele nýtur gríðarlegra vinsælda víðsvegar um heim. mynd/NME
Söngkonan Adele gekkst undir aðgerð á háls í dag. Aðgerðin var framkvæmd í Massachusettes í Bandaríkjunum.

Talsmenn söngkonunnar greindu frá því fyrir stuttu að stilkæxli hefði fundist í raddböndum hennar. Læknar á Massachusettes General Hospital framkvæmdu aðgerðina með leysigeislum og er talið að hún hafi heppnast afar vel.

Stilkæxli eru æxli sem myndast á raddböndum og er meinið hættulítið. Verði hins vegar litbreyting í æxlinu skapast þó ákveðin hætta. Stilkæxlin myndast þegar blóðæðar í raddböndum rofna - læknar reyndi því að stöðva blæðinguna í hálsi Adele.

Söngkonan þurfti að aflýsa tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin í október í kjölfar greiningar.

Önnur plata Adele, 21, er sú mest selda það sem af er ári og eru smáskífur af plötunni gríðarlega vinsælar víða um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×