Hólabrekkuskóli og Háteigsskóli sigruðu í fyrstu undanúrslitum af fjórum í Skrekk, sem er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík.
Skoða myndir af áhorfendum hér.
Fyrsta undanúrslitakeppnin fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi þar sem Borgarskóli, Hagaskóli, Hlíðaskóli, Sæmundarskóli og Landakotsskóli kepptu einnig um að komast áfram en aðeins tveir skólar komast upp úr hverri undanúrslitakeppni.
Sjá úrslitin hér (myndband).
8., 14. og 15. nóvember verða næstu þrjú undanúrslitakvöldin haldin en úrslitakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Skjá einum 21. nóvember.

