Botn í málið Magnús Halldórsson skrifar 7. nóvember 2011 08:56 Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði. Á þremur árum hafa slitastjórnir Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, ekki farið með þetta sértæka álitamál fyrir dómstóla, til þess að fá við því lokasvar frá Hæstarétti, hvort lánveitingar sem þessar séu löglegar. Mér finnst það sérkennilegt vegna þess að það er ekki augljóst að svo sé. Kröfuhafarnir hafa auk þess hagsmuni af því að fá að vita þetta. Það liggur fyrir að ef bankar, sem eru skráðir á markað, mega veita lán til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði - eða hreinlega ekki neitt -, þá verður til falskt markaðsverð á bönkunum. Viðskiptin hafa áhrif á eftirspurnarhliðina til hækkunar, sem eykur markaðsvirðið, og eyðileggur þannig trúverðugan grundvöll annarra viðskipta með bréfin. Þess vegna gætu lánin til kaupa á eigin hlutafé verið markaðsmisnotkun í skilningi laga. Það þarf að fá botn í þetta. Það skiptir máli. Þetta var það sem lagði íslenska hlutabréfamarkaðinn í rúst fyrir hrun og bjó til mestu hlutabréfabólu í mannkynssögunni. Það er gott að hafa það bak við eyrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun
Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði. Á þremur árum hafa slitastjórnir Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, ekki farið með þetta sértæka álitamál fyrir dómstóla, til þess að fá við því lokasvar frá Hæstarétti, hvort lánveitingar sem þessar séu löglegar. Mér finnst það sérkennilegt vegna þess að það er ekki augljóst að svo sé. Kröfuhafarnir hafa auk þess hagsmuni af því að fá að vita þetta. Það liggur fyrir að ef bankar, sem eru skráðir á markað, mega veita lán til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði - eða hreinlega ekki neitt -, þá verður til falskt markaðsverð á bönkunum. Viðskiptin hafa áhrif á eftirspurnarhliðina til hækkunar, sem eykur markaðsvirðið, og eyðileggur þannig trúverðugan grundvöll annarra viðskipta með bréfin. Þess vegna gætu lánin til kaupa á eigin hlutafé verið markaðsmisnotkun í skilningi laga. Það þarf að fá botn í þetta. Það skiptir máli. Þetta var það sem lagði íslenska hlutabréfamarkaðinn í rúst fyrir hrun og bjó til mestu hlutabréfabólu í mannkynssögunni. Það er gott að hafa það bak við eyrað.