Viðskipti erlent

Sarkozy: Við munum berjast fyrir Evrópu

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að loknum G20 fundinum í Frakklandi, þar sem þjóðhöfðingjar 20 stærstu iðnríkja heims voru saman komnir, að þjóðir Evrópu myndu berjast fyrir álfunni og evrunni. „Við munum berjast fyrir Evrópu og evrunni. Hlutirnir horfa nú til betri vegar og fundurinn hefur skipta virkilega miklu máli,“ sagði Sarkozy, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Meginniðurstaða fundarins er sögð vera sú ákvörðun leiðtoganna um að auka styrk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að hafa forystu um að koma á meiri stöðugleika í efnahagsmálum heimsins.

Enn fremur kom fram að engin vandamál verði leyst á skömmum tíma. Gera þyrfti langtímaáætlanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×