SVFR framlengir í dölunum Karl Lúðvíksson skrifar 15. nóvember 2011 13:36 Bjarni Júlíusson formaður SVFR (t.v) og Jón Egilsson formaður Veiðifélags Laxdæla (t.h.) við undirritun samninga nú um helgina. Um helgina voru framlengdir leigusamningar SVFR við Laxá í Dölum og Fáskrúð. Að sögn Bjarna Júlíussonar formanns SVFR er mikil ánægja meðal stjórnar félagsins með þessa nýju samninga. Þó svo að veiðin í Laxá í Dölum hafi ekkert verið sérstök í sumar (570 laxar á dagsstangirnar sex) þá verður að hafa í huga að meðalveiði í Laxá er rúmlega 1.100 laxar, sem gerir hana að einni allra bestu laxveiðiá landsins. Í fyrrasumar veiddust þar til að mynda rúmlega 1760 laxar. Fáskrúð hefur verið hjá félaginu mun lengur heldur en nágrenni hennar Laxá, eða allt frá árinu 1998. Áin nýtur mikilla vinsælda meðal félagsmanna og þar sem að SVFR er aðeins með helming veiðidaga á móti Stangaveiðifélagi Akraness, þá komast færri að en vilja í þessa skemmtilegu laxveiðiá. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Er þetta flottasta veiðimyndin í sumar? Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði
Um helgina voru framlengdir leigusamningar SVFR við Laxá í Dölum og Fáskrúð. Að sögn Bjarna Júlíussonar formanns SVFR er mikil ánægja meðal stjórnar félagsins með þessa nýju samninga. Þó svo að veiðin í Laxá í Dölum hafi ekkert verið sérstök í sumar (570 laxar á dagsstangirnar sex) þá verður að hafa í huga að meðalveiði í Laxá er rúmlega 1.100 laxar, sem gerir hana að einni allra bestu laxveiðiá landsins. Í fyrrasumar veiddust þar til að mynda rúmlega 1760 laxar. Fáskrúð hefur verið hjá félaginu mun lengur heldur en nágrenni hennar Laxá, eða allt frá árinu 1998. Áin nýtur mikilla vinsælda meðal félagsmanna og þar sem að SVFR er aðeins með helming veiðidaga á móti Stangaveiðifélagi Akraness, þá komast færri að en vilja í þessa skemmtilegu laxveiðiá. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Er þetta flottasta veiðimyndin í sumar? Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði