Tölvuþrjótar ráðast á Steam 11. nóvember 2011 21:35 Árásin á Steam er ein af mörgum sem tölvuleikjafyrirtæki hafa þurft að þola á árinu. Kreditkorta- og persónuupplýsingar tæplega 35 milljón notenda tölvuleikjaþjónustunnar Steam eru í hættu. Þetta tilkynnti Gabe Newell, stofnandi og stjórnarformaður Valve. Steam er dreifingarkerfi fyrir ýmsa tölvuleiki en notendur greiða fyrir aðgang að leikjunum. Í tilkynningu frá Newell kom fram að allar kreditkortaupplýsingar séu dulkóðaðar. Hann sagði algjörlega óvíst hvort að tölvuhakkararnir hefðu haft aðgang að upplýsingunum. Upp komst um árásina eftir að spjallsvæði Steam var skemmt af tölvuþrjótunum. Ljóst er að hakkararnir komust yfir mikið magn upplýsinga - þar á meðal notendanöfn og gömul lykilorð, ásamt fyrri kaupum notenda og dulkóðuðum kreditkortaupplýsingum. Newell bað notendur Steam um að fylgjast með notkun kreditkorta sinna. Nokkur tölvuleikjafyrirtæki hafa orðið fyrir árás hakkara það sem af er ári. Í apríl þurfti Sony að loka fyrir netkerfi Playstation leikjatölvunnar eftir að tölvuþrjótar komust yfir persónuupplýsingar notenda þess en þeir eru um 70 milljón talsins. Leikjavísir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið
Kreditkorta- og persónuupplýsingar tæplega 35 milljón notenda tölvuleikjaþjónustunnar Steam eru í hættu. Þetta tilkynnti Gabe Newell, stofnandi og stjórnarformaður Valve. Steam er dreifingarkerfi fyrir ýmsa tölvuleiki en notendur greiða fyrir aðgang að leikjunum. Í tilkynningu frá Newell kom fram að allar kreditkortaupplýsingar séu dulkóðaðar. Hann sagði algjörlega óvíst hvort að tölvuhakkararnir hefðu haft aðgang að upplýsingunum. Upp komst um árásina eftir að spjallsvæði Steam var skemmt af tölvuþrjótunum. Ljóst er að hakkararnir komust yfir mikið magn upplýsinga - þar á meðal notendanöfn og gömul lykilorð, ásamt fyrri kaupum notenda og dulkóðuðum kreditkortaupplýsingum. Newell bað notendur Steam um að fylgjast með notkun kreditkorta sinna. Nokkur tölvuleikjafyrirtæki hafa orðið fyrir árás hakkara það sem af er ári. Í apríl þurfti Sony að loka fyrir netkerfi Playstation leikjatölvunnar eftir að tölvuþrjótar komust yfir persónuupplýsingar notenda þess en þeir eru um 70 milljón talsins.
Leikjavísir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið