Ágústa Margrét Arnardóttir, sem er hönnuðurinn á bak við fylgihluta- og fatalínuna Arfleifð, sýnir í meðfylgjandi myndskeiði örlítið brot af hönnunarsýningu hennar á Fosshótel Lind, Rauðarárstíg í Reykjavík, sem er opin almenningi klukkan 11-19 alla daga fram á sunnudag.
Fyrirtæki Ágústu sérhæfir sig í hönnun úr íslenskum skinnum, hornum, beinum og öðru sem til fellur í íslenskri náttúru.
Arfleifd.is - netverslun.
Hægt er að panta sérstaka kvöldopnun og kynningu fyrir hópa, klúbba og þá sem hafa áhuga á persónulegri sýningu í persónulegum félagsskap á hönnunarsýningu Ágústu á Fosshótel Lind. Skráning á klúbbakvöld: agusta@arfleifd.is eða í síma 8631475.
100% íslensk hönnun
elly@365.is skrifar