Viðskipti erlent

Mikil uppsveifla á Evrópumörkuðum

Mikil uppsveifla er nú á mörkuðum í Evrópu eftir að fréttir bárust um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn væri að setja saman neyðaraðstoð fyrir Ítalíu og Spán.

Ekkert hefur dregið úr hækkunum þrátt fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi sagt þessar fréttir rangar. FTSE vísitalan í London hefur hækkað um 1,8%, Dax vísitalan í Frankfurt um 3% og Cac 40 vísitalan í París hefur hækkað um 2,3%.

Þessar hækkanir koma í kjölfar uppsveiflu á Asíumörkuðum í nótt. Þannig hækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um 1,6% og Hang seng vísitalan í Hong Kong um 2%.

Þá benda utanmarkaðsviðskipti í Bandaríkjunum til þess að bæði Dow Jones og Nasdag vísitölurnar muni hækka um 2% þegar markaðir verða opnaðir vestan hafs seinna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×