Viðskipti erlent

Enn einn rauði dagurinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Orð Angelu Merkel, kanslara Þýsklands, fóru öfugt ofan í menn.
Orð Angelu Merkel, kanslara Þýsklands, fóru öfugt ofan í menn. mynd/ afp.
Það var rauður dagur beggja vegna Atlantsála í dag. Í Kauphöllinni í New York lækkaði Dow Jones um 2,05%, Nasdaq á 2,43% og S&P 500 lækka um 2,21%.

Aðstæður voru ekkert mikið skárri í Evrópu, en þar lækkuðu hlutabréf sjötta daginn í röð . Ástæða lækkunarinnar í dag er rakin til ummæla Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að hún væri á móti því að breytingar yrðu gerðar á Seðlabanka Evrópu þannig að hann yrði miðlægari. Fjárfestar mátu þá stöðuna þannig að lengra væri en ella í að raunveruleg lausn fengist á þeim vanda sem evruríkin etja við.

FTSE lækkaði um 0,24%, DAX vísitalan lækkaði um 0,54 og Cac lækkaði um 0,01.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×