Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Léttsveit Reykjavíkur, sem er 130 kvenna kór, svara einróma þegar talið berst að bættu kynlífi.
Léttsveitin heldur árlega aðventutónleika, Með eld í æðum, í Eldborgarsal Hörpu fyrsta sunnudag í aðventu klukkan 16:00. Upplýsingar um tónleikana má sjá hér (Harpa.is) og Midi.is.
Jóhanna V. Þórhallsdóttir kórstjóri sló á létta strengi eins og henni er von og vísa.
Hljómsveit kórsins skipa fiðluleikarinn Gréta Salome Stefánsdóttir, Tómas R.Einarsson bassaleikari, Kjartan Guðnason trommuleikari og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari og hljómsveitarstjóri.
Léttsveitin á Facebook

