Golfið í stöðugri sókn á Íslandi | 2% fjölgun á árinu 2011 22. nóvember 2011 11:30 Frá Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Golf.is Kylfingum á Ísland sem eru skráðir í golfklúbb fjölgaði um 2% á síðasta ári en gríðarleg fjölgun hefur átt sér stað á undanförnum áratug. Í ársskýrslu GSÍ kemur fram að kylfingum hefur fjölgað um tæplega 9 þúsund frá árinu 2000 en 16.054 kylfingar voru skráðir félagar í 64 golfklúbbum landsins árið 2011. Frá árinu 2000 hefur það aðeins einu sinni gerst að kylfingum hefur fækkað á milli ára, það gerðist árið 2007, sem nam -1% fækkun. Mesta fjölgunin átti sér stað á árunum 2000-2002. Á þessum árum fjölgaði kylfingum samtals um 3.800. Mesta fjölgunin hjá 55 ára og eldri Karlar eru í miklum meirihluta eða 11.653 en konurnar eru alls 4.401. Mesta fjölgunin í golfinu er í aldurshópnum 55 ára og eldri en 465 nýliðar á þessum aldri skráðu sig í golfklúbb á þessu ári. Kylfingar á aldrinum 20-49 ára eru 40% af heildarfjöldanum. Í aldurshópnum 14 ára og yngri er lítil nýliðum en tæplega 1200 kylfingar eru á þessum aldri í golfklúbbum landsins. Aldurshópurinn 19-21 árs er fámennur en aðeins 353 á þessum aldri eru skráðir í golfklúbb á Íslandi. Þar af eru 44 konur. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingum á Ísland sem eru skráðir í golfklúbb fjölgaði um 2% á síðasta ári en gríðarleg fjölgun hefur átt sér stað á undanförnum áratug. Í ársskýrslu GSÍ kemur fram að kylfingum hefur fjölgað um tæplega 9 þúsund frá árinu 2000 en 16.054 kylfingar voru skráðir félagar í 64 golfklúbbum landsins árið 2011. Frá árinu 2000 hefur það aðeins einu sinni gerst að kylfingum hefur fækkað á milli ára, það gerðist árið 2007, sem nam -1% fækkun. Mesta fjölgunin átti sér stað á árunum 2000-2002. Á þessum árum fjölgaði kylfingum samtals um 3.800. Mesta fjölgunin hjá 55 ára og eldri Karlar eru í miklum meirihluta eða 11.653 en konurnar eru alls 4.401. Mesta fjölgunin í golfinu er í aldurshópnum 55 ára og eldri en 465 nýliðar á þessum aldri skráðu sig í golfklúbb á þessu ári. Kylfingar á aldrinum 20-49 ára eru 40% af heildarfjöldanum. Í aldurshópnum 14 ára og yngri er lítil nýliðum en tæplega 1200 kylfingar eru á þessum aldri í golfklúbbum landsins. Aldurshópurinn 19-21 árs er fámennur en aðeins 353 á þessum aldri eru skráðir í golfklúbb á Íslandi. Þar af eru 44 konur.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira